Bifrastargengið

Þetta var heitið á tölvupósti sem ég fékk í gær. Þar bendir ónefndur vinur minn, sem býr fjarri voru ískalda landi, á að einkennilegt sé hvernig hlutirnir gerist á Íslandi. Þeir, sem virðast eiga að bjarga meirihlutanum út úr Orkuveituvandræðunum eiga það sameiginlegt að tengjast háskólanum á Bifröst með einum eða öðrum hætti: Bryndís aðstoðarrektor, Jón fyrrum rektor og Ástráður Haraldsson aðjúnkt.

Þótt maður eigi að tala varlega um fólk fer ekki hjá því að ég, sem er ekki Reykvíkingur, hef mesta trú á Bryndísi Hlöðversdóttur í þessum hópi. Bæði Jón og Ástráður hafa þess konar tengsl við Vinstri græna og Framsóknarflokkinn að þeir þurfa að taka á honum stóra sínum áður en ég treysti þeim til niðurstöðu í málinu. Þar að auki er Ástráður þekktur af ýmsum miður góðum verkum sem lögfræðingur og gætu sum þeirra jafnvel kallast óhæfuverk.

Hugsjónir og gróðafíkn fara oft prýðilega saman.

Ég tek líka eftir því í morgun og þurfti enginn að benda mér á að Mogginn er í heldur vondu skapi vegna þess sem nú er títt í Reykjavík. Ýjað er að því að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki þorað að fylgja eftir sannfæringu sinni á fundi Orkuveitunnar í gær og ekki gert ágreining um kaupréttarsamningana. Fari svo að Svandís verði dregin niður í svaðið í þessu máli er verr af stað farið en heima setið. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hún stenst ásóknina sem hún hlýtur að verða fyrir á næstunni.

Ekki kæmi mér á óvart þótt þriðji meirihlutinn yrði til í Reykjavík innan skamms o Framsóknarflokkurinn yrði þá hrakinn endanlega út í kuldann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband