Bush hitti Dalai Lama

Í gær hitti Bush Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta og skömmu síðar tók þessi aldni trúarleiðtogi við æðstu orðunni sem Bandaríkjaþing getur veitt.

Staða Dalai Lama er erfið. Þessi titill trúarleiðtoga hefur fylgt þeim sem hafa veriðæðstu menn Tíbets frá því um miðja 18. öld, en þá herma heimildir mínar að Chen Long, keisari, hafi séð til þess að Dalai Lama næði völdum sem leiðtogi Tíbets.

Samskipti Tíbeta og Han-Kínverja hafa verið með ýmsum hætti. Árið 637 voru tengslin við Tang-ættina efld með því að kínversk prinsessa var gift tíbetskum valdsmanni. Á 9. öld herjuðu Tíbetar á Kínverja og höfðu um stundir betur. Árið 1241 var síðan gerður einhvers konar gamli sáttmáli um sameiningu landanna.

Kínverjar hafa alltaf öðru hverju tekið til í Tíbet. Þeir ætluðu sér að gera það árið 1884, en þá komu Bretar í veg fyrir það. Sama var upp á teningnum árið 1910. Þá var kínverski herinn kallaður heim eftir að keisaraveldið hrundi.

Tíbet hefur aldrei verið sjálfstætt ríki í skilningi nútíma þjóðarréttar. Tíbetar hafa verið hluti kínverska þjóðahafsins og það er meira en að segja það að slíta þau tengsl.

Kínverjar hafa oft farið heldur ómjúkum höndum um trúarhópa og er það aldalöng saga. Dæmið um kristnu söfnuðina, sem höfðu haslað sér völl í Kína á Tang-tímabilinu, er ekki einstætt. Trúarhópar hafa komið og farið í Kína og oft horfið vegna ofsókna stjórnvada. Kommúnistaflokkurinn hefur jafnvel farið mildari höndum um þessa hópa en keisaraættir fyrri tíma.

Æskilegt væri að kínversk stjórnvöld slökuðu á klónni gagnvart Dalai Lama og viðurkenndu hann sem trúarleiðtoga Tíbets. Það gæti leyst ýmsan vanda. Pólitískt hlutverk hans yrði þá ekkert, enda hefur hann sjálfur sagt, að hann hafi ekki áhuga á síku hlutverki.

fyrir 10 árum var reynd tilraun til þess að Íslendingar kæmu að þessu máli, en þáverandi kínverskur sendihera kom í veg fyrir það. Dalai Lama ráðlagði mér sjálfur að fara hægt í þessu máli (skilaboð frá ritara hans) enda stóð ekki annað til. Þeir sem fordæma Kínverja fyrir meðferð þeirra á Tíbetum ættu að hugsa málið að nýju og aðskilja kröfur um sjálfstæði og trúarlegt sjálfstæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband