Hvað er um að vera hjá Strætó?

Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í að votta aðgengi að vef Strætó, en fyrirtækið lagði metnað sinn í að gera vefinn aðgengilegan.

Nú bregður svo við að vefnum hefur verið breytt og ekki hefur alls kostar verið hugað að aðgengi sjónskertra. Skulu nefnd dæmi:

Letur er of ljóst á síðunni, reitir ranglega skilgreindir, ekki eru notaðar fyrirsagnir /headings), notað er óskilgreint Flash, einn myndreitur er tómur, leiðarbókin eingöngu á pdf-sniði sem gerir nær ókleift að leita í henni o.s.frv. Áður var hægt að fá lýsingu á leiðarkerfinu með myndrænum hætti og hentaði það ýmsum vel. Einnig hafði verið vandlega forrituð tafla með leiðarlýsingum. Hvers vegna var þessu öllu hent út?.

Ef þetta er eftir öðru í þjónustu þessa fyrirtækis eiga menn tæplega von á góðu. Hvað segir stjórn fyrirtækisins um þetta? Ræður hún kannski ekki neinu?

Vottun heimasíðunnar er sjálfsagt fallin úr gildi enda skilst mér að ekkert vottunarmerki sé lengur á henni.

Ég ætlaði að senda Strætó kurteislega ábendingu um þetta vefslys. Þá þarf að staðfesta einhverja stafi sem birtast sem mynd á skjánum. Enn eitt dæmi um torveldað aðgengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heimasíða Strætó er því miður óaðgengileg fyrir sjáandi fólk líka. Vegna tíðra breytinga á kerfinu eru tímasetningar ekki enn orðnar fastar í minninu og mér finnst mjög fúlt að þurfa að opna pdf skjal fyrir hverja leið (tek stundum leiðir 18, 15 og 27 til að komast heim) það tekur tíma. Þetta er sagt vera prentvænt en ekki eru allir með prentara ... ég á ekki prentara heima, svo dæmi sé tekið og tölvan mín fraus einu sinni þegar ég var inni í svona skjali. Nýja leiðabókin er þykk og dýr og af þrjósku minni kaupi ég hana ekki.

Á stoppistöðvum sést eingöngu tíminn þegar vagninn á að vera nákvæmlega þar, ekki klukkan hvað hann kemur á áfangastaðinn okkar. Ég hef sjaldan verið óhressari með þetta fyrirtæki en einmitt núna og ekki bætti úr skák þegar ég las færsluna þína.

Bestu kveðjur í bæinn. Gurrí á Skaganum

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Ég talaði lengi við Reyni Jónsson, forstjóra Strætó. Óheppileg málsatvik hafa greinilega orðið til þess að ákveðið var að fórna Eplika-kerfinu sem vefurinn var ofinn í. Reynir gerir sér grein fyrir upplýsingaskyldu og aðgengisstefnu stjórnvalda og trúi ég því að við hönnun nýs vefjar Strætó verði tekið mið af aðgengiskröfum og vefurinn vottaður.

Nokkur atvik, sem gerst hafa undanfarið, sýna svo aðekki verður um villst að brýnt er að setja lög hér á landi um aðgengi fatlaðra að netinu og hugbúnaði.

Arnþór Helgason, 18.10.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband