Konsertinn er í fjórum þáttum. Fyrsti þátturinn er smíðaður um stef sem Veigar hefur sjálfur samið en hinir þrír þættirnir hverfast um íslensk þjóðlög. Ég hélt eitt augnablik að hann ætlaði að enda með látum þegar Sigurður Flosason fór í hæðir í Sofðu unga ástin mín, en Veigar er of mikill smekkmaður til þess að láta slíkt henda sig.
Hljómsetningin minnti dálítið á kvikmyndatónlist og þarf það alls ekki að vera til vansa. Ég minnist þess að vestrænir gagnrýnendur hæddust að kínverskri nefnd sem samdi píanókonsertinn gula fljótið árið 1970, kölluðu hann Kínverskan eyrnamerg og þaðan af verri nöfnum. Þetta er nú samt langvinsælasta tónverk sem Kínverjar hafa samið og endar á Austrið er rautt og Nallanum.
Sem betur fer er ég ekki tónskáld. Annars hefði ég notað tækifærið og búið til 5 þátta konsert. Fimmti þátturinn hefði hverfst um lagið Ísland farsældarfrón og það hefði ég ofið saman við lofsöng Sveinbjörns Sveinbjörnssonar (hann var reyndar Þórðarson). Kannski hefði Geir Haarde þá höfðað mál gegn mér vegna lögbrots og þá hefði ég breytt tónverkinu þannig að Ísland ögrum skorið hefði komið í stað Lofsöngsins.
Svona blaðra ég vegna þess að ég er svo hamingjusamur eftir að hafa hlustað á þetta tónverk Veigars Margeirssonar í ágætum flutningi Sigurðar Flosasonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Vonandi verður konsertinn gefinn út.
Væri ekki upplagt að gefa út rætur Veigars og t.d. hornkonsert Jóns Ásgeirssonar? Hvort tveggja er þjóðlegt verk.
Til hamingju, Veigar!
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.