Alþýðutónlist í Maastricht 25.6.2007

Þótt undirtektir hafi verið mjög litlar við blogvarpinu heldur það samt áfram.

Í dag gæði ég ykkur á heldur skemmtilegri tónlist frá Maastricht. Við Elín Árnadóttir, konan mín og Hringur Árnason, barnabarn okkar, vorum á ferð í Maastricht í júní 2005. Ég sótti þar námskeið um Evrópurétt fatlaðra. Því miður var þeim fjármunum kastað á glæ, en námskeiðið var athyglisvert og dvölin góð.

Eftir að námskeiðinu lauk fórum við á flakk um borgina. Ég var með hljóðpela og fyllti öðru hverju á hann. Við rákumst m.a. inn á lítið torg þar sem fólk dansaði af hjartans lyst. Uppi á sviði stóðu tveir menn. Annar lék á trommur og söng og hinn lék á harmoniku. Ég hljóðritaði þetta yndislega lag sem minnti mig á barnaböllin í Vestmannaeyjum í gamla daga.

Hluta lagsins verður útvarpað í pistli mínum í þættinum Vítt og breitt kl. 13:45 á fimmtudaginn kemur. Þar verða einnig birtar athygliserðar hljóðmyndir. Missið ekki af þessum einstæða viðburði!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband