Halldór Blöndal flengir fjárfestana

Árið 1969 vorum við tvíburarnir beðnir að skemmta á hvítasunnuskemmtun félags sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Íhaldið bauðst til að borga vel, við vorum auralitlir námsmenn eftir veturinn, okkur langaði heim og slógum því til. Fyrir vikið lá við að við misstum af íslenskuprófi í MR.

Halldór Blöndal, sem þá var ungur og upprennandi stjórnmálamaður, hélt aðalræðu kvöldsins og fór mikinn. Varð ég svo stórhrifinn af málflutningi hans að ég sagði við föður minn að íhaldið væri ekki alslæmt, a.m.k. ekki á meðan menn eins og Halldór blöndal væru í floknum.

"Taktu ekki of mikið mark á Halldóri," svaraði faðir minn. "Hann er ungur og afbrigðilegur sjálfstæðismaður og gæti breyst."

Þau litlu samskipti sem ég hef átt við Halldór hafa yfirleitt verið góð og stundum höfum við verið sammála. Ástæða þess að ég rita þetta er greinin "Drögum lærdómaf síðustu atburðum" sem Halldór skrifar í Moggann í dag. Hann byrjar á að rekja árángur ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Söguskýring hans er nokkuð hæpin, en látum hana liggja á milli hluta í þessu sambandi.

Í greininni gagnrýnir hann fjárfesta fyrir græðgi í sameiginlegar eignir landsmanna og andvaraleysi stjórnvalda vegna sölu orkulindanna. Greinin er öll hin athyglisverðasta og sýnir betur en margt annað hve grafalvarleg staðan er í Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu atburði.

Það er ljóst að margur vildi hafa gert orð Halldórs að sínum orðum, hvort sem um er að ræða græðgina í orkulindirnar eða ásælni í jarðir bænda og þessi margur er víðar en í Sjálfstæðisflokknum.

Margur verður af aurum api. Á þetta jafnt við um þiggjendur sem veitendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband