Íslensk hljóðmynd á bandarískri heimasíðu

Um daginn fann ég þessa heimasíðu:

http://www.quietamerican.org/vacation.html

Á þessari síðu eru hundruð hljóðrita sem fólk hvaðanæva að hefur gert. Þeim er það sameiginlegt að vera u.þ.b. mínútu löng og vera hljóðrituð einhvers staðar á vettvangi. Hljóðritin eru ekki klippt heldur koma fyrir eins og þau hljómuðu í upphafi.

Ég sendi eiganda síðunnar nokkur hljóðrit og í morgun sá ég að hann hefur sett eitt þeirra á síðuna. Það var hljóðritað á svölunum á Tjarnarbóli 14 þann vindasama dag 16. september síðastliðinn og þar heyrist greinilega hvernig vindurinn feykir burtu laufinu af trjánum.

Ég er langt kominn með að útvega mér nýjan hljóðrita og í tengslum við það fann ég heimasíðuna. Hljóðritinn er kominn til landsins og verður senn leystur úr tolli.

Ég lagðist í umfangsmiklar rannsóknir til þess m.a. að sannreyna gæði þeirra hljóðnema sem ég ræð yfir. Ég á m.a. tvo víða Sennheiser ME-62 sem ég nota gjarnaan í viðtölum og einnig til umhverfishljóðritana. Eins og aðrir kondenser-hljóðnemar eru þeir dálítið viðkvæmir. Ég notaði þessa hljóðnema m.a. við gerð þáttarins "Helgaslysið við Faxasker 7. janúar 1950" en honum var útvarpað í ársbyrjun árið 2000. Þá gegndu þeir mikilvægu hlutverki við gerð þáttarins Hljóðhrærings sem ég útvarpaði í fyrravor. Hann verður næsta efni sem birt verður í bloggvarpi mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband