Vefur TM einhver aðgengilegasti vefur heims!

Í dag vottaði Sigrún Þorstensdóttir, aðgengisfræðingur, fyrir hönd fyrirtækisins Sjár ehf, að vefur Tm væri nú kominn með vottun III fyrir aðgengi og lengra verður tæplega gengið.

Það eru ljúfsárar tilfinningar sem bærast innra með mér þegar ég rifja upp fyrri vottun vefsins hinn 6. desember 2005, en ég hafði lítillega komið nálægt prófun vefsins. Í sumar veittist mér einnig sú ánægja að prófa nokkra hluti sem vefhönnuðir TM og Sigrún höfðu útbúið. Allt stóðst þetta ítrustu kröfur.

Einkafyfirtæki og opinberar stofnanir ættu að taka TM sér til fyrirmyndar. Það er dapurlegt að ræða við suma forráðamenn hálfopinberra fyrirtækja eða nýlega einkavæddra sem halda því blákalt fram að aðgengi sé ekki ofarlega á blaði í stefnu fyrirtækjanna, en það renna þó á þá tvær grímur þegar þeim er bent á upplýsingastefnu stjórnvalda. Vonandi hverfa þeir frá villu sinni.

Ég hvet lesendur þessa pistils til þess að skoða vefinn tm.is og njóta þess að flakka um hann. Ég hef áður lýst því á þessari síðu að ég hafi hug á að gerast viðskiptavinur TM og hef ekki horfið frá því. Það er svo gaman að fylla út þessi rafrænu eyðublöð og vita að maður stendur í því sambandi jafnfætis hverjum öðrum notanda. Oftast nær er fötlun fólgin í þeim hindrunum sem lagðar eru í götu fólks.

Til hamingju, Sigrún Þorsteinsdóttir og Tryggingamiðstöð með frábært verk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband