Nýtt jafnréttisfrumvarp

Í dag var dreift á Alþingi nýju frumvarpi til laga um jafnan rétt karla og kvenna þar sem m.a. mun vera gert ráð fyrir afnámi launaleyndar.

Ekki veitir af að jafna hlut kynjanna. En hvenær á að leggja fram lög um jafnan rétt fatlaðra á við aðra þegna eða þess heldur: bann gegn mismunun á grundvelli uppruna, trúarbragða, kynferðis, kynhneigðar eða fötlunar?

Með því að taka þessa hugsun inn í nýju jafnréttislögin væri haldið inn á nýjar og réttlátari brautir í jafnréttismálum. Fleiri en konur eru beittir misrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband