Nú hafa enn orðið sviptingar í íslenskum fjölmiðlun og Róbert Marshall ásamt öðrum starfsmönnum NFS verið sagt upp.
Þegar NFS hóf útsendingar síðastliðið haust fannst ýmsum, reyndum fjölmiðlungum það orka nokkuð tvímælis að halda úti stöð sem byggði nær eingöngu á sífelldum fréttaflutningi eins og stöðin gerði. Kom brátt í ljós að flestir gáfust upp á að fylgjast með stöðinni því að framboðið var of einhæft, nær eingöngu fréttir og fréttaskýringar.
Það er hins vegar rétt hjá Róbert Marshall að stöðin hefði þurft meiri tíma til þess að festa sig í sessi og vissulega hefði þurft að inna af hendi vissa þróunarvinnu til þess að stöðin fengi að takast á við samkeppnina á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
Annars finnst mér sem 365 miðlar fari ekki að öllu leyti gæfulega af stað. Úthaldsleysið virðist einkenna samsteypuna. Góðar tilraunir eru gerðar en það er eins og þær renni út í sandinn. Ekki kæmi mér á óvart þótt einhverjir þeirra, sem reknir voru frá NFS, reyndu að stofna annan ljósvakamiðil og gera út á svipuð mið og NFS eða talstöðin áður.
Já, vel á minnst, Talstöðin. Hún var stofnuð eftir að Útvarp Saga klofnaði. Sú tilraun lofaði góðu. Nokkrir reyndir dagskrárgerðarmenn voru þar við hljóðnemann svo sem Illugi Jökulsson, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Sigurður G. Tómasson. En Talstöðin rann út í buskann um leið og NFS skaust upp á stjörnuhimininn.
Það er aumkunarvert að heyra ævinlega sama sönginn, að ekki sé hægt að keppa við ríkisrekinn fjölmiðil. Því er haldið fram að þessi ríkisrekni fjölmiðill skekki samkeppnisstöðu annarra fjölmiðla.
Sannleikurinn er sá að þótt þrengt sé illyrmislega að Ríkisútvarpinu virðist það þó hafa ákveðinn metnað til að bera sem menningarmiðill, en það skortir aðra ljósvakamiðla tilfinnanlega. Þegar svo loksins er hleypt af stokkunum rándýrri tilraun eins og NFS komast menn að því innan árs að það er vart pláss fyrir slíkan fjölmiðil á okkar litla markaði.
Í kvöld var því haldið fram að nú yrði Vísir efldur sem vefmiðill og honum skotið upp í fyrsta sæti, sem sagt stefnt gegn mgl.is. Mikið þarf nú Vísir að taka sig á til þess að geta talist jafnoki Moggans. Má þar nefna uppbyggingu heimasíðunnar, aðgengi o.s.frv. Hönnun Vísis er með afbrigðum slæm. Á heimasíðunni ægir öllu saman og erfitt er að henda reiður á því sem menn ætla að lesa. Vonandi stendur það til bóta og vonandi halda menn út í einhvern tíma og leyfa vísi að þróast í rétta átt.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.