Það er dapurlegt til þess að hugsa að þetta atvik eigi sér stað um þær mundir sem umferðaryfirvöld blása til sóknar gegn hraðakstri í umferðinni með átakinu %u201CSTOPP%u201D. Sennilega nær slíkt átak einungis til þeirra sem eru nú þegar löghlýðnir ökumenn en ekki til ökuníðinga sem enn eru of fjölmennir á vegum landsins.
Ég varð einu sinni samferða öldruðum frænda mínum, Þorsteini Tyrfingssyni, á milli húsa og fórum við akandi. Ræddi gamli maðurinn þá um hraðakstur sem honum þótti skiljanlegur því að hann hefði sjálfur haft gaman af að spretta úr spori hér áður fyrr. Sagðist hann þá ekki ætíð hafa sýnt fyrirhyggju.
Það er hins vegar ekki hið sama að spretta úr spori á góðum fáki eða aflmiklu, vélknúnu farartæki. Í raun eru menn með jafnhættulegt tæki í höndunum þegar þeir setjast undir stýri aflmikils bíls og væru þeir með hlaðinn riffil í höndunum. Enginn veiðimaður ætlar að verða öðrum að bana, en stundum fer öðruvísi en ætlað er. Hið sama er um bílstjórana. Enginn ætlar að valda slysum eða tjóni. En skeytingarleysi verður til þess að fyrr en varir hefur orðið slys.
Atvikið í Ártúnsbrekkunni er óhugnanlegt vegna þess að enginn veit hvaða afleiðingar það kann að hafa. Vitað er að fjöldi fólks hér á landi hefur hlotið mikla áverka á hálsi vegna aftaná-aksturs og dæmi eru þess að fólk hafi verið frá vinnu árum saman vegna slíkra meiðsla. Þau geta hins vegar verið þannig að erfitt sé fyrir lækna að greina þau og því hafa sumir verið sakaðir um ímyndanir.
Þjáningar fólksins eru ótrúlegar og tjón þess og fjölskyldna mikið. En á meðan sleppa ökuníðingarnir með skrekkinn (oftast nær) og vita sjaldnast hversu miklum þjáningum þeir hafa valdið.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að um leið og áróður fyrir bættri umferðarmenningu verði aukinn hljóti einnig að koma til stórhækkaðar sektir eða jafnvel fangelsisvist fyrir tilræði sem áður nefnt atvik, tilræði sem beinist að lífi og limum borgaranna.
Íslendingar hljóta einnig í auknum mæli að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að þróa búnað sem kemur í veg fyrir voðaverk eins og það, sem varð í Ártúnsbrekkunni í gær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.9.2006 | 10:31 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 319932
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ömurlegt að þetta skuli gerast, var einmitt að vinna í gær þegar kall kom í talstöðinni að ákveðnar strætóleiðir yrðu að breyta leið um Ártún vegna óhapps. Heyrði svo ekki meir en vonaði að enginn hefði slasast. Já líklega eru það bara þeir sem eru hvort eða er löghlýðnir sem skráðu sig á stopp.is.
Birna M, 24.9.2006 kl. 10:45
Ég hef iðulega séð þennan bíl sem orsakaði slysið keyra á ofsahraða niður ártúnsbrekkuna um áttaleytið á morgnana. Hef oft hugsað til þess að það væri bara tímaspursmál hvenær hann myndi valda slysi. Nú var greinilega komið að því! Það þarf að taka svona gúmmítöffara úr umferð!
Dee (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 11:49
Hækka bílprófsaldurinn í 20 ár.
Lesandi (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 12:11
Það þarf svo sannalega að gera eitthvað. Hækka sekkt fyrir hraðakstur, ökuleyfissvifting, samfélagsskyla við að vinna á Grensás viku tíma. Mér finnst til fyrirmyndar þar sem móðirin bað lögregluna á Húsavík að svifta soninn ökuleyfi og leggja hald á bílin hans.
Sigrún Sæmundsdóttir, 24.9.2006 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.