Fólk hefur birt ýmislegt hér á landi án þess að geta nafns eða notað dulnefni af ýmsum ástæðum. Liggja þar að baki hvatir þær sem minnst er á í leiðara Morgunblaðsins auk óttans við kárínur af hálfu andstæðinga greinahöfunda.
Einhvern veginn hef ég haft á tilfinningunni að ástandið í þessum málum hafi farið skánandi þegar leið fram yfir miðja síðustu öld og hafi verið einna best í upphafi 9. áratugarins. Þá hafði verið losað að mestu um pólitísk tök flokkanna á dagblöðunum og Morgunblaðið náði þeim sessi að verða blað allra eða flestra landsmanna þar sem menn birtu umbúðalaust skoðanir sínar.
Fljótlega eftir að Viðeyjarstjórnin tók við fór að bera á því að ýmsir þyrðu ekki að hafa hátt opinberlega um ýmsar skoðanir sínar og ástandið varð hálfu verra þegar ríkisstjórn þeirra Davíðs og Halldórs tók við árið 1995. Mörg dæmi eru þess að menn hafi verið látnir gjalda fyrir greinaskrif sín með einum eða öðrum hætti og yrði sá listi alllangur ef hann yrði birtur. Ætli skýringin hafi verið ofríki formannanna?
Eftir að nýir herrar tóku við forystu áður nefndra tveggja flokka finnst mér eins og aftur hafi dregið úr ótta manna við að tjá sig undir nafni. En ýmsir iðka þann ósið að senda nafnlausan tölvupóst þar sem viðtakanda er hótað illu. Þetta er væntanlega gert í því trausti að ekki sé hægt að rekja slíkan póst. Yfirleitt er hægt að rekja tölvupóstinn til sendandans og er því sá, sem hótar öðrum í tölvupósti, vægast sagt á hálum ís.
Ég stórefastum að ástæða hafi verið fyrir Morgunblaðið að birta nafnlausa grein bílstjóra jeppans, sem lenti í árekstrinum í síðustu viku með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. Hafi einhver áhuga á að fylgja hótunum sínum eftir er hægur vandi fyrir þann sama að afla sér upplýsinga um hvaða bifreiðar áttu í hlut. Bílstjórinn hefði hins vegar orðið maður að meiri ef hann (hún) hefði komið fram undir nafni og horfst í augu við þá sem hótuðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.12.2007 | 14:21 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.