Sigrún Haraldsdóttir, athyglisverður hagyrðingur

Mig langar að vekja athygli á viðtali við Sigrúnu Haraldsdóttur, hagyrðing, sem útvarpað verður í þættinum Vítt og breitt á Rás eitt upp úr kl. 13:45 í dag.

Sigrún hóf að yrkja að hefðbundnum hætti fyrir fjórum árum og er nú talin meðal bestu hagyrðinga landsins. Í þessu stutta viðtali gefur einungis að heyra örlítið brot af kveðskap hennar. Væntanlega útvarpa ég einhverju meira síðar frá Sigrúnu. Annars mun tímaritið Són hafa gert henni nokkur skil og er fróðleiksfúsum aðdáendum góðs kveðskapar bent á það.

Á vef Ríkisútvarpsins má enn hlusta á kveðskap Magnúsar Jóels Jóhannssonar, eins af bestu hagyrðingum og kvæðamönnum Iðunnar, en honum var útvarpað 6. þessa mánaðar. Slóðin er

http://www.ruv.is/vittogbreitt

Ferskeytlan og annar hefðbundinn kveðskapur þykir sumum hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þó er fólk á öllum aldri sem yrkir prýðilega og sannast það m.a. í nýjasta hefti Sónar.

Ef ætlunin er að kynna hefðbundinn kveðskap fyrir æsku landsins veit ég að Rás eitt er tæplega rétti vettvangurinn. Forystumenn annarra fjölmiðla mættu hyggja að ýmsu sem snertir þjóðleg verðmæti og gæti orðið mótvægi gegn þeirri sífelldu síbylju sem dynur á eyrum fólks úr flestum útvarpsstöðvum. Þar á meðal mætti örva unglinga til að yrkja vísur um ýmislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Jónsson

Takk fyrir að láta vita af þáttunum, Arnþór, og náttúrlega líka spjallið við Sigrúnu. Rétt mun það vera að Rás 1 er ekki heppilegasti vettvangurinn til að kynna börnum og unglingum kveðskap en það rýrir ekki gildi stöðvarinnar fyrir aðra!

Þórir Jónsson, 14.12.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband