Hátölurunum var beint á þann veg að ekki heyrðu allir fundarmenn orðaskil og þyrftu fundarboðendur að huga betur að því í framtíðinni. En víkjum nú að tilefni göngunnar og fundarins.
Ein umdeildasta framkvæmd Íslandssögunnar er nú komin á það stig að eftir nokkra mánuði veður ekki aftur snúið. Unnið er að því með skipulögðum hætti að eyðileggja stórt, ósnortið landsæði fyrir það sem virðist í fljótu bragði vera stundarhagsmunir erlendra auðhringja. Íslendingar hafa ekki borið gæfu til að sjá annað en álver á álver ofan. Ef ég man rétt var eitt sinn starfandi Staðarvalsnefnd og vildi nefndin lítið vita af öðru en álverum. Ekkert annað kom til greina.
Sá orðrómur var uppi og hefur löngu verið sannaður að raforkuverð til álframleiðslu hér á landi hafi ekki staðið undir virkjunarkostnaðinum og að íslenskur almenningur hafi verið látinn greiða niður stofnkostnað virkjana eins og Sigöldu- og Búrfellsvirkjana. Nú er haldið leynd yfir útreikningum um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Skyldi það stafa af því að arðsemiskröfurnar fullnægi ekki því sem teldist eðlilegt á almennum markaði?
Enn berast fregnir af því að Íslendingar hyggist gefa orku erlendum stóriðjufyrirtækjum og nú ætla Norðmenn að flytja hingað norskan iðnað sem enginn vill hafa heima hjá sér. Skýringin er sögð sú að orkuverð á Íslandi sé so sanngjarnt. Þær skýringar hafa einnig heyrst að orkuverðið í Noregi sé svona hátt vegna þess að Norðmenn hafi ekki gert tilhlýðilegar ráðstafanir. En eftirspurn virðist ekki ráða orkuverðinu á Íslandi.
Á útifundinum hans Ómars voru rúmlega 10.000 manns, rúm 3 prósent þjóðarinnar. Til samanburðar væru þetta 270.000 Svíar, 10 milljónir Bandaríkjamanna og 39 milljónir Kínverja.
Stjórnvöld hljóta nú að íhuga alvarlega stöðu sína og með hverjum hætti verði undið ofan af vitleysunni við Kárahnjúka. Getur verið að það yrði íslenskum almenningi jafnauðvelt að greiða niður Kárahnjúkavirkjun á næstu áratugum án þess að hún yrði gangsett og að niðurgreiða rafmagnið frá henni handa álverinu á Reyðarfirði?
Fyrir rúmum þremur áratugum setti Mao formaður fram kenninguna um heimana þrjá. Töldu kínverskir fræðimenn og telja víst enn að Ísland sé á meðal ríkja þriðja heimsins. Þegar þessari skoðun var mótmælt bentu þeir á að Íslendingar væru fyrst og fremst hráefnaframleiðendur. Lítill sem engin fullvinnsla væri á Íslandi.
Þetta hefur lítið breyst. Við flytjum lítt unnin eða óunninn fisk úr landi, framleiðum rafmagn handa erlendum hráefnaiðnaði og flytjum síðan lítt unnið hráefni úr landi. Ísland er því enn þriðja heims ríki þótt efnahagurinn hafi batnað um stundarsakir.
Lítil von virðist um að stjórnmálamenn sjái að sér og fari að hyggja að öðru en frumvinnslu. Og ætla menn að halda áfram að gefa raforkuna? Sá kvittur komst til að mynda á, þegar Norðurál starfaði og menn áttu von á álveri til Suðurnesja, að einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hefði handsalað orkuverð. Þegar slíkur kvittur kemst á kreik er oftast nær fótur fyrir honum og hið sama á við um arðsemismatið sem drepið var á hér að framan.
Ómar sagði mér í gær að hann hygðist ekki stofna stjórnmálaflokk heldur sjá til þess að kosið yrði um þetta mál. Þá er mér spurn: Hvaða flokkur ætli sé tilbúinn til þess að taka baráttumál náttúrusinna upp á arma sína með þeim hætti sem Ómar leggur til? Er hugsanlegt að náttúrusinnar þurfi að endurskoða alla sína stefnu og endurskipuleggja sig í nýjum flokki með breyttar áherslur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.9.2006 | 12:01 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 319934
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Staðarvalsnefnd um iðnrekstur er skipuð var hinn 3.október 1980 af Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra var ætlað "að kanna hvar helst komi til álita að reist verði iðjuver í tenglsum við nýtingu á orku- og hráefnalindum landsins". Nefndin fjallaði um forsendur slíkra fyrirtækja, félagslegáhrif þeirra á samfélagið, margfeldisáhrif, einhæfni og fleiri þætti sem líta þarf til á faglegan hátt. Nefndinni var á síðari stigum falið að kanna hvar helst kæmi til álita að setja niður álver á landinu. Einnig var nefndinni falið að fjalla um staðarval pappírsmassa verksmiðju og kísilmálmvinnslu. Nefndin valid ekki sérstakar atvinnugreinar. Álver var oft nefnt enda þá og enn eina stóriðjan sem Íslendingar þekkja. Það er því ekki rétt að nefndin hafi ekki viljað vita af öðru en álverum. Nefndin fjallaði í verkum sínum á almennan hátt um hvar orkufrekur koma mætti orkufrekum iðnaði fyrir óháð framleiðslunni. Það eru aðrir sem ekki vilja vita af öðru en álveri. Ef ég man rétt var nefndin stunum gagnrýd fyrir að sýna fram á hættur sem gætu stafað af stóriðnaði og þeim náttúrvám sem gætu heft rekstur slíkra fyrirtækj.
Hitt er það að Stóriðjunefnd sem skipuð var af Bjarna Benediktssyni árið 1961 var ætlað að "undirbúa viðræður við sænska aðila og síðan svissneska um möguleika á byggingu álverksmiðju hér á landi."
Hér kann því að vera um rugling á nefndum að ræða.
Bestu kveðjur
Emil Bóasson, eitt sinn starfsmaður Staðarvalsnefndar um iðnrekstur en nefndin var lögð niður 1986 af þá verandi iðnaðarráðherra.
Emil Bóasson (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.