Birgir litli, sem er á 3. ári, er mikill horfari á ýmislegt sem birtist á skjánum. En þar sem hann ætlaði í kirkju ásamt foreldrum sínum og Elínu ömmu þótti rétt að hafa fyrir barninu guðs ótta og góða siðu og fékkst hann til þess að hlusta á sögur sem afi mælti af munni fram.
Birgir Þór hefur afar gaman af alls konar ímyndunarleikjum og sér stundum ljón í afa og verður þá afi að urra mjög grimmdarlega. Flýr hann þá í fang Elínar ömmu sem tekst oftast að verja hann gegn ásókn ljónsins. En nú vildi sá stutti heyra sögur um ljónin. Tók því afi sig til og sagði honum nokkrar sögur af því hvernig piltur, sem heitir Birgir Þór, stóð sig í baráttunni við ljón og barg jafnvel skelkuðum foreldrum sínum.
Síðasta sagan var fengin að láni að hluta til úr sögunni um Androkles og ljónið og var með siðferðisboðskap svona í anda jólanna, en hún fjallaði um skógargöngu Birgis í breiskjuhita. Varð hann móður af göngunni og ákvað að hvíla sig undir stóru tré þar sem skuggsælt var.
Uggði hann ekki að sér heldur settist á eitthvað mjúkt. Reyndist þar þá vera ungt ljón sem rauk upp. Eitthvað var að ljóninu og kom í ljós að það hafði fengið glerbrot í hægri framfótinn. Auðvitað náði pilturinn brotinu og haltraði ljónið burt án þess að gera honum mein.
Síðan liðu mörg ár. Birgir var orðinn fullorðinn og foreldrarnir gamlir og gráir fyrir hærum. Þá varð á vegiþeirra svangt ljón og skipti engum togum að það réðst á gamla og lasburða foreldrana. En Birgir Þór rak þá upp mikið öskur. Brá þá ljóninu og lagði við hlustir. Þekkti það þá þennan gamla bjargvætt sin og urðu miklir fagnaðarfundir. Boðskapurinn var auðvitað sá að maður ætti jafnan að vera góður við þá sem bágt ættu.
Ekki veit ég hvort þessi saga skilaði því sem ætlað var en sá stutti vildi gjarnan heyra fleiri sögur. Afinn velti því hins vegar fyrir sér að hann hefði gleymt dýrafræðinni sem hann lærði í gamla daga og þeirri sem Jónas frá Hriflu þýddi og sendi okkur tvíburunum. Þar kemur víst fram að ljón lifa langt innan við mannsaldur. En í ævintýrunum eru víst allir hlutir afstæðir samanber meyfæðingar, himneska herskara og fleira sem margir leggja lítinn trúnað á en er undirstaðan í boðskap kirkjunnar ásamt páskaguðspjallinu.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.