Dauðabuxur!

Í gærkvöld hringdi til mín ung kona frá Símanum að forvitnast um hvort ég vildi ekki hefja viðskipti við fyrirtækið að nýju.

Ég sagðist hafa farið yfir til Voðafóns í sumar en horfið aftur til Símans vegna þess að ljósleiðarinn á Seltjarnarnesi verkaði ekki og ekki hefði verið staðið við þjónustuna sem lofað var.

Ógeðslega frábært, svaraði stúlkan.

Ég fann að þessu orðavali hjá henni eftir að atviksorðið ógeðslega hafði komið fyrir fjórum sinnum í samtalinu og spurði hana hvað hún segði ef ég héldi því fram að hún væri ógeðsleg. Jákvætt og neikvætt orð væru jafnan neikvæð.

Hún sagði að faðir sinn hefði margbent sér á þetta. Ég sagði henni að annað eins orðbragð í síman verkaði illa á fólk og hún næði varla miklum árangri með menn á mínum aldri og jafnvel þaðan af yngri.

Já, sagði stúlkan. Það er svo margt skrítið í málinu og þetta er eins og dauðabuxur.

Ég varð allur ein eyru og vildi vita hvað dauðabuxur væru. Það eru flottar buxur, margendurtók stúlkan.

Þá vitið þið það, lesendur góðir, dauðabuxur eru bestar!

Hvenær skyldu nábrækur komast í tísku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband