Var byggingaregluger brotin á Seltjarnarnesi?

Við Jónmundur Guðmarsson höfum stundum skrifað hvor öðrum kærleiksrík bréf, en Jónmundur er bæjarstjóri vor Seltirninga og kallar mig iðulega Arnþór sinn.

Í kvöld sendi ég honum meðfylgjandibréf.

Sæll, Jónmundur minn, og gleðilegt ár.

Ég las í Morgunblaðinu um daginn að þið Geir Haarde hefðuð vígt nýju heilsuræktina sem Worldclass hefur byggja látið á Seltjarnarnesi. Fagnaði ég vígslunni með sjálfum mér.

Í kvöld skrapp ég að skoða mannvirkið. Brá mér þá í brún.

Innganginum að sundlauginni og þar með líkamsræktinnu hefur verið breytt. Nú liggja þrep upp að aðalinnganginum þar sem var skábraut áður.

Eitt sinn státuðu Seltirningar af því að sundlaugin væri ein sú aðgengilegasta á öllu landinu. Nú er ég hræddur um að svo sé ekki lengur.

Að ofanverðu virðist ekki heldur vera gert ráð fyrir aðgengi fatlaðra. Bílastæði virðast þar of fjærri.

Nútímahugsun gerir ráð fyrir að byggingar séu ætlaðar öllum en ekki sumum og þar með taldir aðalinngangar. Nú trúi ég ekki öðru en að á þessu verði ráðin bót. Langar mig að vita hvernig að slíkum framkvæmdum verði staðið.

Bestu kveðjur,

Arnþór Helgason

********************************************

Arnþór Helgason,

Tjarnarbóli 14,

170 Seltjarnarnesi.

Símar: 5611703, 8973766

Netfang: arnthor.helgason@simnet.is

Pistlar: http://arnthorhelgason.blog.is

Bæjarstjóri lét ekki standa á svarinu. Í trausti þess að bréf hans geymi engin trúnaðarmál er það birt hér.

Sæll Arnþór, takk fyrir skeytið og gleðilegt nýtt ár.

Ég hygg að gert hafi verið ráð fyrir aðgengi fatlaðra að íþróttamiðstöðinni í þessum framkvæmdum sem öðrum og kröfur séu uppfylltar. Til viðbótar hefur verið komið upp einni bestu búningsaðstöðu fatlaðra við sundlaugina á landinu sem tekin verður í gagnið á næstu vikum og ég vil hvetja þig til að kynna þér hana. Ég tel þó eðlilegt að ég feli framkvæmdastjóra íþróttamannvirkja að kynna sér sjónarmið þín og bregðast við þeim athugasemdum sem fram koma í skeyti þínu. Ég mun svo miðla upplýsingunum áfram til þín og stuðla að úrbótum ef nauðsyn þess kemur á daginn.

Kveðja,

Jónmundur.

------------------------------------------------------

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri

Bæjarskrifstofur Seltjarnarness

Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi

Sími / Tel: +354 5959-100

fax: 5959-101

www.seltjarnarnes.is

Vinsamlegast athugið að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafið þér fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans biðjum við yður að fara eftir 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra né skrá þau hjá yður né notfæra yður þau á nokkurn hátt og tilkynna okkur samstundis að þau hafi ranglega borist yður. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.

English

Please note that this e-mail and its attachments are intended for the named addressee only and may contain information that is confidential and privileged. If you have by coincidence or mistake or without specific authorization received this e-mail and its attachments we request that you notify us immediately that you have received them in error, uphold strict confidentiality and neither read, copy, nor otherwise make use of their content in any way.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband