Jákvæð samskipti við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi

Bréf mitt til bæjarstjórans um aðgengið að sundlauginni virðist hafa komið honum á óvart.

Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar er ráð fyrir gert að inngangurinn vestan við íþróttamiðstöðina verði ætlaður fólki í hjólastólum, svo og þeim sem koma gangandi þaðan og skólafólki. Jafngildir verði inngangarnir báðir taldir.

Ég hef lagt til að bærinn fái til þess bæra aðila til þess að taka út aðgengið að mannvirkjunum og metahvað hægt sé að gera til að bæta það. Hefur þeirri tillögu verið tekið vel. Ég fer þó ekki ofan af þeirri skoðun minni að heppilegra hefði verið að hafa betra aðgengi að inngangi þeim sem veit út að Suðurströnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband