Skilvísi

Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að í gær hefði birst þar auglýsing frá manni sem stolið hafði verið frá. Vildi hann semja við þjófinn. Vonandi takast samningar með honum og þjófnum.

Í vor auglýsti ég fyrir hönd fjölskyldu minnar í Fréttablaðinu, Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu og á Útvarpi Sögu eftir sófabekk, útskornum, sem fyrir slysni hafði lent í Góða hirðinum og var seldur þaðan fyrir 15.000 kr. Vildi ég fá að kaupa þennan bekk aftur enda sófi þessi dýrmætur fjölskyldugripur og bakið, allt útskorið, í okkar höndum.

Ég komst svo langt að eiga tal við fólk sem sá þegar sófinn var seldur, en kaupandinn taldi ekki ástæðu til að eiga við okkur nein viðskipti, þótt ég sé handviss um að hann/hún hafi séð fréttir um þetta mál. Óttast ég nú að gripurinn hafi endanlega verið eyðilagður. En ef einhver, sem les þetta, þekkir til kaupandans, þætti mér vænt um að hann eða hún yrði fengin til að hafa samband við mig. Ég þykist nær viss um aðkona keypti þennan útskorna sófabekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband