Á hitt er ekki minnst að atburðarásina má rekja til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lét selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og menn hafa enn ekki bitið úr nálinni vegna þess. En flokkurinn virðist einstaklega laginn að koma sér undan því að taka afleiðingum gerða sinna en vísar þess í stað á aðra.
Hvernig sem í pottinn er búið verður seint hægt að koma á virkri samkeppni í orkusölu hér á landi. Til þess sér lega landsins. Þá hefur verið tiltölulega góð sátt um að vissar auðlindir séu sameign þjóðarinnar þótt Framsóknarflokknum hafi tekist á sínum tíma að koma því svo fyrir að tiltölulega fáir sölsuðu undir sig sjávarauðlindirnar - ekki ósvipað því sem gerðist í Rússlandi þegar ríkisfyrirtækin fóru á útsölu.
Og það er fleira. Um daginn bar Morgunblaðið saman embættisveitingu þá er Pétur Kr. Hafstein og Þorsteinn Davíðsson voru ráðnir í embætti dómara með 25 ára millibili. Á þessum ráðningum er þó einn meginmunur. Umsækjendum var ekki skipt í ákveðna hæfnisflokka þegar Pétur var skipaður.
Oft hefur borið við að nefndir og stjórnir, sem hafa veitt umsögn um umsækjendur, hafi lýst alla hæfa. Ráðherra hefur síðan valið. Þegar kvartað er undan því að einhver hafi verið sniðgenginn er bent á að aldrei hafi verið sagt að menn séu jafnhæfir heldur hæfir. Eftir þessu hafa ýmsir apað.
Sjálfsagt verðu ekki hróflað við Þorsteini Davíðssyni í því starfi sem hann hefur fengið og vonandi reynist hann traustsins verður. En þetta er ekki góð byrjun.
Ýmsir sjálfstæðismenn eru hundóánægðir með frammistöðu og framkomu fjármálaráðherra í þessu máli, jafnóánægðir og þeir voru þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður hæstaréttardómari.
Til hvers er hæfnismat? Eru dýralæknar betur færir um að dæma hæfi löglærðra manna en hinir löglærðu? Skelfing er leiðinlegt þegar flokkar og fulltrúar þeirra komast ekki upp úr spillingarförunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.1.2008 | 17:53 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.