Að mála sig út í horn

Ólafur Magnússon er óháður og það er Margrét Sverrisdóttir einnig. Guðrún Ásmundsdóttir er í Frjálslynda flokknum, ef ég man rétt.

Nú ætla þær stöllur að starfa náið með stjórnarandstöðunni í Reykjavík. Samt fá þær engu breytt. Þær hafa ekki einu sinni atkvæðisrétt í kjöri til nefnda og verða því algerlega valdalausar í borgarstjórninni og innan kerfisins nema Tjarnarkvartettinn tilnefni þær í einhverjar nefndir. Samt verða þær í minnihluta gegn öllum sjálfstæðismönnunum. Þær eru því fastar í gildru nema þær brjótist út út henni.

Með þessu athæfi efla þær Sjálfstæðisflokkinn meira en nokkurn hefði órað fyrir.

Það var ekki mikil stjórnkænska í því fólgin hjá þeim Ólafi og Vilhjálmi að búa ekki betur um hnútana en raun ber vitni. Það er heldur ekki viturlegt af Margréti Sverrisdóttur að skerast úr leik með þeim hætti sem hún gerir. Þar með er hætt við að hún hafi fyrirgert framtíð sinni í íslenskum stjórnmálum og því fer væntanlega góður biti í hundskjaft eins og sagt var. Það er miður. Henni mistókst að koma á fót framboði í Alþingiskosningum og miðað við sundrungina, sem nú ríkir, er ólíklegt að Frjálslyndi flokkurinn berji saman lista ásamt óháðum fyrir næstu sveitarstjórnakosningar. Vonandi lætur Margrét skynsemina ráða og styður núverandi meirihluta. Annað nálgast pólitískt sjálfsmorð.

Það er í raun merkilegt hvernig fólk stendur á sannfæringu sinni. Vilhjálmur sveik Ólaf Magnússon og tók Björn Inga í staðinn. Síðan sveik Björn Ingi Vilhjálm og vinstri flokkarnir og frjálslyndir tóku við honum.

Nú svíkur Ólafur Tjarnarkvartettinn og Vilhjálmur tekur við honum.

Margrét Sverrisdóttir tók þátt í næstsíðustu svikum og varð hluti af svikamyllu Björns Inga. Hver er nú staðfastastur borgarstjórnarmanna í Reykjavík?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband