Afdrifaríkar æfingar - Júlíus Vífill og undirleikarinn

Í dag fluttum við Júlíus Vífill Ingvarsson nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Var það hluti dagskrár sem Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, sá um á vegum opins húss Blindrafélagsins.<> <>Við Vífill höfum öðru hverju skemmt okkur og öðrum með listrænum flutningi okkar á söngperlum Sigvalda við nokkurn fögnuð þeirra sem hlýtt hafa. Ekki verður ofsögum sagt að undirbúningur þessara tónleika okkar í dag hafi verið afdrifaríkur.

Við hófum æfingar að morgni föstudagsins 11. janúar og héldum áfram eitthvað fram yfir hádegi. Ekki höfðum við fyrr lokið okkur af en formaður Öryrkjabandalagsins og framkvæmdastjórinn sögðu af sér.

Í gær var lokaæfing. Að henni lokinni sprakk borgarstjórnarmeirihlutinn. Við Vífill erum því sennilega liðtækir ef einhvers staðar þarf að hreinsa til.

Ég benti Guðrúnu Ásmundsdóttur á að í raun bæri hún ábyrgð á því hvernig fór fyrir fyrrum meirihluta. Hefðum við Vífill ekki staðið í að undirbúa þennan tónleik í dag gæti hafa farið svo að borgarstjórnarmeirihlutinn hefði haldið.

Guðrún tók þessu líklega en fékkst samt ekki til að styðja núverandi meirihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Í guðs bænum hættið þið að æfa og syngja, ef þið haldið áfram gæti það haft ófyrirsjánlegar afleiðingar, eins og td. Ríkisstjórnin falli, þessi meirihluti í borginni falli, Hekla fari að gjósa, Eldey detti í tvennt, Jón Baldvin fari aftur í pólitík, Davið Oddsson verði aftur þrítugur, og komi eldhress í politíska framlínu FRAMSÓKNARFLOKKSINS, hver veit hvaða katastrófur þið getið framkallað með þessu brölti ykkar.

Með beztu kveðju.

Bumba, 22.1.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband