Mér skilst að þátturinn hafi farið fyrir sinnið á honum og að honum finnist of langt hafa verið gengið. Ég sá ekki að níðst væri á honum vegna meintrar geðveilu eða annars, heldur var hent gaman að ýmsu sem hann sagði og stóð að. Mér hefur að vísu verið gert aðvart um að hlutur hans sem sjúklings hafi e.t.v. verið ofgerður. Ef einhver á sök þá því er það engu að síður Ólafur sjálfur en fyrrum meirihluti. Þetta mál, myndun meirihlutans og fyrrum meirihluta er með þeim ólíkindum að skopþáttur um þessa atburði hlýtur ennig að verða með ólíkindum.
Ég veit að það þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr þegar fötlun er annars vegar. En spaugstofumenn brutu engar leikreglur.
Eitt sinn var gerð kvikmyndin Löggulíf. Þar sást blindur maður reyna að aka bíl og tókst það óhönduglega. Þetta atriði má væntanlega rekja til sögu sem ég sagði Þráni Bertelssyni af því þegar lögreglan hugðist handtaka mig fyrir tilraun til bílþjófnaðar. Því miður hættu þeir við handtökuna þegar þeir áttuðu sig á því hver ég var og tóku ekki til greina að ég yrði fluttur niður á stöð til yfirheyrslu.
Þegar fötlun er höfð að gamanmálum verður að gæta þess að rýra ekki gildi þeirra sem eru fatlaðir. Það var ekki gert í spaugstofunni. Hins vegar rýrnar gildi Ólafs sem foringja við umkvartanir hans og aðfinnslur. Hann er nú einu sinni orðinn sameign allra og verður að sæta því að hent sé gaman að. Sjálfsagt venst hann því eins og fleiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.1.2008 | 17:01 (breytt kl. 20:02) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 319778
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dáldið pólitískur karlinn?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.