Hundur bæjarstjórans skiptir meira máli en fulltrúaráðið

Ýmislegt gengur á í Sjálfstæðisflokknum á Seltjarnarnesi. Mikil óeining er um skipulagsmál og ýmis tiltæki bæjarstjórans.

Síðastliðinn laugardag var haldinn aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi. Það bar til tíðinda að bæjarstjórinn mætti ekki á fundinn en lét annan mann á lista skila frá sér kveðju. Innti þá einn fundarmanna bæjarfulltrúann eftir því hvort bæjarstjórinn væri upptekinn vegna málefna bæjarins og var því svarað neitandi. Þegar nánar var að spurt kom í ljós að bæjarstjórinn hafði þurft að fara með hundinn sinn á dýraspítala.

Mikill urgur varð á meðal fundarmanna vegna meints virðingarleysis við fulltrúaráðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband