Stúlka með fingur - einstætt útvarpslistaverk

Í næstu viku lýkur Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir lestri sögu sinnar, Stúlka með fingur, í Ríkisútvarpið, en söguna hefur Þórunn lesið undanfarnar vikur á rás 1.

Saga þessi greinir frá stúlku sem festir ást á ungum manni sem er hærra settur í þjóðfélagsstiganum en hún. Faðir piltsins og amma verða ókvæða við og í ljós kemur að þau eru hálfsystkin.

Saga þessi er skörp rýni á íslenskt þjóðfélag um og eftir aldamótin 1900 og byggir Þórunn frásögnina vafalítið á umfangsmiklum rannsóknum sem hún vann að fyrir nokkrum árum.

Lýsingar eru myndrænar, hugsunin skýr og orðgnóttin mikil. Þótt henni fatist einstöku sinnum flugið er það svo sjaldan að varla tekur að minnast á það.

Ég hef hlustað á marga útvarpssöguna um ævina. Ég leyfi mér að halda því fram að sagan og upplesturinn séu á meðal hins allra besta sem Ríkisútvarpið hefur fært hlustendum sínum undanfarna fjóra áratugi.

Það er leitt að hljóðvarp eigi sér ekki álíka vettvang og Edduverðlaun eða því um líkt. Hvar sem tækifærið býðst hlýtur lestur Þórunnar að koma til álita sem eitt hið besta sem veit má verðlaun fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

Ég uppgötvaði hljóðbækur um áramótin og hef síðan þá hlustað á Grafarþögn, Hring Tankados, Engla og Djöfla, Vetrarborgir og er núna að hlusta á Dauðarósir. Á við það vandamál að stríða að þrátt fyrir góða sjón þá helst ég ekki við bók og sofna eða missi athyglina mjög fljótt.

En mikið er ég sammála þér að það eigi að veita þessu miðli mun meiri athygli, lesturinn skiptir svo miklu máli! Nú til dæmis í Vetrarborgum er ég að hlusta á mann sem er greinilega ekki Reykvíkingur og getur farið endalaust í taugarnar á mér harði hreimurinn sem hann er með, þegar ég hlustaði á Hring Tankados þá var maðurinn smá smámæltur sem ég var lengi að venjast en Grafarþögn bar af með góðan lestur!

Ætli nokkrum hafi hreinlega dottið það í hug að hafa hljóðvarp sem part af því að vera "leikrit" og þyrftu Edduverðlaun hreinlega að fá ábendingu um þetta ?

Sigrún Þöll, 2.2.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Útvarpsleikhúsið sendir út vönduð leikrit á fimmtudagskvöldum eða umfjöllun um leiklist. Einnig hafa leikrit verið á dagskrá rásar 1 síðdegis á sunnudögum. Hægt er að hlusta á þessi leikrit á vefnum í hálfan mánuð eftir að þau hafa verið send út. Hvet ég fólk til að gefa sér tíma og hlýða á leikritin. Sú upplifun er allt annars eðlis en að sjá leikritin. Ímyndunaraflið skiptir þá miklu máli.

Arnþór Helgason, 2.2.2008 kl. 09:43

3 identicon

Vissulega mætti veita útvarsefni meiri athygli og heiðra það sem vel er gert. Edduverðlaunin eru raunar aðeins hugsuð fyrir kvikmynda- og sjónvarpsgeirann, en undir íslensku leiklistarverðlaununum, Grímunni, er flokkur kenndur við útvarpskeikrit ársins. Þar er að minnsta kosti seilst aðeins í  þessa átt

Pétur Eggerz (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband