mbl.is 10 ára

Í dag er mbl.is 10 ára.

Morgunblaðið eða Árvakur, eftir því hvernig á það er litið, hefur markað dýpri spor í líf fjölmargra Íslendinga með fjölmiðlun sinni en nokkurt annað fyrirtæki að Ríkisútvarpinu undanskildu. Þegar á 9. áratug síðustu aldar höfðu þeir Morgunblaðsmenn fengið nasasjón af því hvernig tölvuvæða mætti blaðaútgáfu fyrir blint fólk. Hér á landi varþó ekki grundvöllur fyrir því að hrinda slíkri tölvuvæðingu í framkvæmd vegna mannfæðar og vanbúins vélbúnaðar.

Morgunblaðið hóf um miðjan 10. áratuginn sérstaka útgáfu Morgunblaðsins fyrir blinda og sjónskerta. Fengu áskrifendur blaðið sér að kostnaðarlausu gegnum mótald.

Þegar mbl.is tók til starfa reyndist það fremur aðgengilegt, enda var enn sérstakt kerfi við lýði sem blindir tölvunotendur gátu notað. En árið 2000 hrundi kerfið.

Um það leyti höfðu flestir blindir tölvunotendur hér á landi tileinkað sér Windows-stýrikerfið og sáu starfsmenn mbl.is til þess að tryggt yrði aðgengi þessa hóps að miðlinum, enda var Morgunblaðinu veitt aðgengisviðurkenning Öryrkjabandalags Íslands árið 2003 fyrir besta aðgengi fatlaðs fólks að fréttum á rituðu máli.

Enn er þess gætt að mbl.is sé aðgengilegt og hafa síðustu endurbætur fylgt aðgengisstöðlum að mestu leyti.

Mbl.is er nú orðinn einn langöflugasti miðill landsins sem langflestir Íslendingar nýta sér, sem hafa aðgang að tölvu. Ástæða er til að gleðjast á þessum tímamótum og árna aðstadendum vefmiðilsins allra heilla í starfi sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband