Enn safnast í óánægjusarpinn - fjórði borgarstjórnarmeirihlutinn í bígerð

Það eru pólitísk tíðindi í aðsigi.

Gísli Marteinn telur nauðsynlegt að taka mið af því að flugvöllurinn verði brottrækur ger þegar Vatnsmýrarsvæðið verður skipulagt. Ólafur F. segir að menn misskilji gísla.

Þorgerður Katrín telur Sjálfstæðisflokkinn hafa skaðast af stjórnmálabrölti Vilhjálms og meirihlutann í Reykjavík standa á brauðfótum.

Björn Bjarnason telur einnig borgarstjórnarmeirihlutann veikan en þó betri en fyrri meirihluta því að meirihlutinn sé þó með málefnasamning. Brosleg rök til að dylja sannleikann. Neitar að svara spurningum um samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Staksteinar Morgunblaðsins hrósa í dag Hönnu Birnu sem verðandi leiðtoga.

Sé þetta sett upp í algebrujöfnu verður útkoman =ríkisstjórnarmynstur í borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Nei, nei, nei og nei.

Svala Jónsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband