Í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu þegar þing sambandsins var í undirbúningi ræddi hann um að nauðsynlegt væri að semja við ríkið um að sveitarfélögin tækju við fleiri málaflokkum, þar á meðal málefnum fatlaðra. Ef ég man rétt orðaði hann það svo að viðræður væru í undirbúningi um þetta mál.
Ég tók dálítið nærri mér að hann skyldi ekki minnast á að samtök fatlaðra kæmu að þessu máli því að %u201Cekkert um okkur án okkar,%u201D eins og segir í kjörorði Evrópusamtaka fatlaðra.
Öryrkjabandalag Íslands hafnaði fyrir 7 árum hugmyndum um yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaga og færði fram gild rök gegn yfirfærslunni. Síðan þau rök voru sett fram hefur í raun og veru fátt breyst. Síðast þegar tilraun var gerð til þess að svipta málaflokknum til ríkisins bar Páll Pétursson gæfu til þess að leggjast gegn því m.a. vegna andstöðu Öryrkjabandalagsins.
Segja verður hverja sögu eins og hún er. Fæst sveitarfélög standa undir þeim kröfum sem ætlast verður til að þau uppfylli til þess að sinnt verði þörfum fatlaðra nemenda. Skulu nefnd nokkur dæmi:
Fyrir tveimur árum var Blindradeild Álftamýrarskóla lögð niður og þar með gengið á milli bols og höfuðs á sérstakri þjónustu fyrir blind grunnskólabörn og sjónskert. Ríkið hefur firrt sig allri ábyrgð í þessu máli og þess vegna komst Reykjavíkurborg upp með þetta.
Allt of algengt er að ófaglært fólk sé ráðið inn í bekki til þess að sinna fötluðum börnum. Vitað er að bekkjarkennarar komast ekki yfir að sinna þeim til jafns við aðra nemendur og hefur því verið talið rétt að ráða til þess svo kallaða stuðningsfulltrúa. Margir þeirra hafa enga þekkingu á þeirri fötlun sem þeir eiga að sinna. Flestum er þó áreiðanlega sameiginlegt að þeir vilja gera sitt besta til þess að fötluðum nemendum gangi vel og þeim líði sem best í almennum bekkjum.
Þá leikur grunur á að í Reykjavík sé nú svo þrengt að fjárhag sérskóla fatlaðra að faglegt starf sé í hættu. Sums staðar á landsbyggðinni er það í ólestri þótt vissulega séu til ánægjulegar undantekningar.
Fötluð börn eru lítill minnihluti í skólum landsins og því vekur það litla athygli hvernig þeim er í raun sinnt. Sumir forystumenn fatlaðra hér á landi og á Norðurlöndum trúðu því að með aukinni samskipan kæmi vaxandi jafnrétti fatlaðra. Vel má vera að eitthvað hafi þokast í rétta átt. En hugur virðist ekki ætíð fylgja máli þegar æðstu stjórnendur segjast geta tryggt rétt fatlaðra skólabarna til jafns við ófötluð börn.
Í lögum um álefni fatlaðra er talað um sérstaka liðveislu sem fólk eigi rétt á vegna fötlunar sinnar, en sveitarfélögin veita almenna liðveislu. Auðvitað væri æskilegt að þessi þjónusta væri á sömu hendi og í raun ætti að vera hægt að gera samninga um liðveisluþáttinn millum sveitarfélaga og svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til þess að tryggja eðlilega samþættingu. Ég veit að sum sveitarfélög í landinu hafa gengið frá slíkum samningum, en þeir eru enn of fátíðir.
Það er mikil einföldun að halda því fram að unnt sé að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaganna. Jafnan eru ýmis mál sem hljóta að verða á könnu ríkisins bæði vegna fámennis ýmissa byggðarlaga og ekki síst vegna þess að miklu máli skiptir að jafnréttis sé gætt. Í Noregi og Svíþjóð hrökklast fólk milli sveitarfélaga vegna þess að það flýr lélega þjónustu hjá einu sveitarfélaginu og sækir þangað sem þjónustan er betri. Ekki þætti það til eftirbreytni hér á landi.
Fjölskyldur blindra barna velta fyrir sér hvort þær þurfi að flytja af landinu til þess að börnin fái eðlilega kennslu. Í sumar flúði ein fjölskylda land. Hún telur sig ekki geta flutt aftur hingað um sinn vegna þess að barn þeirra eigi ekki að neinu að hverfa.
Áður en hægt verður að hefja viðræður um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna þurfa menn að skilgreina vendilega hvaða málefni verði um að ræða og hvernig eftirliti með þjónustunni verði háttað. Þá verður einnig að taka mið af því umhverfi sem hlýtur að skapast þegar alþjóðasáttmálinn um réttindi fatlaðra tekur gildi. Þá er ekki víst að flutningurinn borgi sig.
Valdsmenn í þessu landi, hvaða störfum sem þeir gegna, verða að hætta að tala um fatlað fólk eins og sauðfé sem leiða á til slátrunar. Ætlast verður til að fötluðu og öldruðu fólki sé sýnd sambærileg virðing og stéttarfélögum þegar samið er um kaup og kjör manna.
Ekkert um okkur án okkar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.10.2006 | 21:06 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 319935
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.