Slíkar yfirlýsingar benda til þess að þessi þingmaður sé fremur fáfróður um málefni fatlaðra og skorti heildarsýn yfir málaflokkinn. Það virðast ríkja almennir fordómar í garð fatlaðs fólks á Íslandi og erfiðlega gengur því að útvega sér atvinnu við hæfi. Einstaka sinnum hafa ákveðnir hópar vakið athygli á málefnum sínum eða skjólstæðinga. Þannig hefur stundum verið fjallað um atvinnumál þroskahefts fólks eða hreyfihamlaðs. Bent hefur verið á störf innan fyrirtækja og stofnana sem þroskaheft fólk getur vel innt af hendi og fjallað hefur verið um að erfitt aðgengi sé helsta hindrun þess að hreyfihamlað fólk fái vinnu.
Hið sama má segja um heyrnarlaust fólk. Það gengur margt atvinnulaust þrátt fyrir góða menntun og einbeittan vilja til þess að gera gagn á vinnumarkaðinum.
Nú veit ég ekki hvernig atvinnumálum blindra er háttað, en mig grunar að þeim hafi lítið þokað áleiðis á undanförnum árum. Örfáir einstaklingar hafa náð fótfestu á vinnumarkaðinum en heildina skortir atvinnu við sitt hæfi.
Nú hef ég verið atvinnulaus á þriðja ár að undanteknu því tímabili sem ég vann á Morgunblaðinu í sumar. Ég er að vísu með fasta pistla í ríkisútvarpinu einu sinni í viku og skrifa grein og grein. En föst vinna er ekki fyrir hendi.
Ekki get ég ímyndað mér að meiri fordómar séu í garð geðfatlaðs fólks á vinnumarkaðinum en annarra sem eru fatlaðir. Því hefur að vísu oft verið haldið fram í mín eyru að geðfatlaðir einstaklingar geti verið afar gott vinnuafl, en forðast eigi að fá þeim forræði fyrirtækja eða samtaka. Ég get upplýst það hér og nú að þegar ljóst varð að til kosninga kæmi hjá Öryrkjabandalagi Íslands haustið 2005 hringdi til mín fjöldi fólks, þar á meðal forystumenn ýmisa aðildarfélaga bandalagsins, og lýsti áhyggjum sínum vegna annars frambjóðandans. Ég sló á þær röksemdir og færði ýmis rök fyrir því að hvor frambjóðandinn um sig vær gott formannsefni.
Ef taka á dæmi af þeim sem síðan var kosinn verður að segja sem er að reynslan var slæm. Hún má þó ekki verða til þess að allur hópur geðfatlaðra verði látinn gjalda fyrir það.
Þegar þingmenn taka til máls um einstaka hópa fatlaðra og hvetja atvinnuveitendur til þess að ráða fólk úr þeirra hópi til starfa ættu þeir um leið að huga að heildinni og þeirri tryggingalöggjöf sem við búum við og hindrar ákveðna hópa við að afla sér lífsviðurværis. Skattar eru jafnvel lagðir á vinnuveitendur því að þeim er gert að greiða hjálpartæki vegna þess að 33. gr. laga um almannatryggingar er svo almennt orðuð að hana má að mestu túlka sem heimildarákvæði og það hefur Tryggingastofnun og síðar Sjónstöð Íslands gert.
Vonandi einhendir félags- og tryggingaráðherra með aðstoð nýs forstjóra TR sér í að breyta þessu í samvinnu við samtök fatlaðra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.2.2008 | 10:07 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.