Að ganga út með reisn

Áðan var mjög athyglisverð umræða í Vikulokum ríkisútvarpsins um mál Vilhjálms Vilhjálmssonar og þá staðreynd að honum gangi illa að útskýra hvaðan hann fékk staðfest aðhann hefði haft umboð til þess að staðfesta samruna Geysis Green og REI.

Vilhjálmur á sér langa sögu innan Sjálfstæðisflokksins og hefur verið í forystuliði flokksins í sveitarstjórnarmálum. Í haust skaut hann yfir markið sennilega vegna kæruleysis eða vangár.

Vorið 2006 hrökklaðist Halldór Ásgrímsson með skömm út úr íslenskum stjornmálum. Þá hafði hitnað svo undir honum í Framsóknarflokknum að honum var ekki lengur vært sem formanni. Nú hefur hitnað svo undir Vilhjálmi að ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um tvisvar áður en þeir veita honum eindreginn stuðning. Ekki þarf annað en að lesa staksteina Morgunblaðsins til að átta sig á þessu og ýmislegt, sem lesa má úr ummælum forystumanna flokksins og borgarfulltrúa bendir í þessa sömu átt.

Allir eiga leiðréttingu orða sinna og gerða. Til þess að það sé hægt þurfa menn að sýna ábyrgðartilfinningu. Vilhjálmur hlýtur nú að íhuga að segja af sér sem borgarfulltrúi, ganga frá þessu máli með reisn og firra þannig sjálfan sig og Sjálfstæðisflokkinn frekari vandræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband