Á Mjólkursamsalan sök og vaxandi sykursýki á meðal Íslendinga?

Mjólkursamsalan hefur framleitt á undanförnum árum fjölmargar afurðir úr mjólk. Má þar nefna hvers konar jógúrt, skyr, rjóma, smjör, rjómaís o.s.frv.

Ýmsar afurðir fyrirtækisins eru með sykri eða gervysætu handa þeim sem eru sykursjúkir. Flestum afurðunum er það sameiginlegt að þær eru of sætar. Hrúgað er sykri í ýmsar vörur svo sem skólajógúrt sem sérstaklega höfðar til barna og unglinga og skyrið er ekki undanskilið. Sykri skal koma ofan í þig hvort sem þú vilt eður ei eða þá kynstrunhum öllum af gervisætu..

Fleiri fyrirtæki eru undir sömu sök seld og er þar skemmst að minnast bandarísks morgunkorns sem er yfirleitt of sætt.

Á meðan Mjólkursamsalan eys sætindum út í afurðir sínar virðist fyrirtækið Mjólka gæta þess að stilla notkun sætuefna mjög í hóf. Getur verið að ýmsir, sem hafa orðið sykursýki að bráð á undanförnum árum, geti rakið sjúkdóminn m.a. til of sætra afurða Mjólkursamsölunnar? Spyr sá sem ekki veit.

Kannski er ég fórnarlamb ofáts á rjómaís á árm áður en hann er yfirleitt dýsætur.

Nú ber Íslendingum saman um að íslensk mjólk sé besta mjólk í heimi. Er ástæða ti að eyðileggja mjólkurafurðirnar með of mikilli sætu? Hvenær fáum við ósætari afurðir unnar úr ógerilsneyddri og ófitusprengdri mjólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það versta sem mér finnst við þetta allt saman er Mjólkursamsalan auglýsir vöru sína sem "holla". Foreldrar hafa í gegn um árin gefið börnum sínum jógúrt og fl. í þeirri trú að um hollt mataræði væri að ræða. Hér finnst mér um blekkingu að ræða.

Halla Rut , 16.2.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband