Atvinnuþróunarsjóður blindra og sjónskertra - hugmynd handa Blindrafélaginu og stórfyrirtækjum

Í gær var tilkynnt í fjölmiðlum að ein öflugasta fyrirtækjasamsteypa Íslands hefði myndað sérstakan sjóð til þess að standa að útrás íslenskra tónlistarmanna á erlenda markaði. Fagna ber því að öflug fyrirtæki sjái ástæðu til að fjárfesta í menningu og er íslenskum tónlistarmönnum óskað til hamingju með þetta framtak fyrirtækisins.

Ýmsir hópar komast í tísku hjá stjórnvöldum eða almenningi. Ræður þar miklu hvernig haldið er á málum þeirra. Fatlað fólk hefur oft orðið fyrir slíkum tískuáhrifum og hefur margt gott af því hlotist. Nú fer Freyja Haraldsdóttir og boðar að það séu forréttindi að vera fatlaður. Það má til sanns vegar færa að svo sé, svo fremi sem menn átta sig á að það eru viss forréttindi að vera ekki eins og aðrir, eins og fariseinn sagði í bæn sinni til Drottins hér um árið. Niðurstaðan er sem sagt sú að menn eigi að njóta þess að vera eins og þeir eru og það hefur Freyja svo sannarlega gert.

En víkjum nú að kjarna málsins:

Mér leikur grunur á að atvinnuleysi sé talsvert á meðal ungs, blinds og sjónskerts fólks og hið sama eigi við um fleiri hópa fatlaðra. Væri ekki ráð að Blindrafélagið beitti sér fyrir stofnun atvinnuþróunarsjóðs blindra og sjónskertra. Reynt yrði að fá stuðning frá atvinulífinu til þess að fjármagna sjóðinn. Meginhlutverk hans yrði að styðja við bakið á einstaklingum sem væru í atvinnuleit og stofna til raunhæfrar endurhæfingar.

Hér á landi er lítil sem engin atvinnuendurhæfing sniðin að þörfum blinds fólks. Úr því er hægt að bæta.

Með stuðningi atvinnulífsins og stofnun öflugrar þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra með myndarlegu fjárframlagi frá hinu opinbera væri hægt að lyfta grettistaki í þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband