Fyrsta færslan

Ég ákvað að skrá mig sem bloggara hjá Morgunblaðinu til þess að kanna hvort þessi tækni væri aðgengileg blindu fólki. Eftir nokkrar hremmingar virðist svo sem þetta ætli að takast. Ég hef að vísu engar tilraunir gert til þess að stjórna útlitinu. Ég valdi liðinn stjórnmál og þjóðfélagsmál því að þar rúmast flest sem ég hef áhuga á. Kannski ætti ég að stofna aðra síðu um tölvumál.

Í gær barst mér glaðningur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég sótti um starf þjónustufulltrúa í þjónustuveri stofnunarinnar en var hafnað, eftir því sem sagt var, að undangengnu mati á umsækjendum. Mér var hvorki boðið í atvinnuviðtal né leitað upplýsinga um hæfni mína. Mér þótti þetta leitt og íhuga nú að leita réttar míns gagnvart stofnuninni á grundvelli laga um málefni fatlaðra. Velti því fyrir mér hvort það sé ekki rétt hópsins vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband