Skítkast

Það var einn dag í júlí árið 1970 að Helgi Benediktsson, faðir minn, hringdi til mín frá Vestmannaeyjum. Tjáði hann mér að rithöfundur nokkur, sem enn er meðal vor og ég nefni ekki í bloggi þessu, hefði veist að sér á götu þá um daginn, ausið sig svívirðingum og skammað sig fyrir grein sem hann hefði ritað um sig í Ný vikutíðindi.

Faðir minn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og sagði piltinum, eins og hann kallaði rithöfundinn, að væri greinin sæmilega skrifuð mætti hann kenna sér hana.

Ég fór á stúfana og náði í vikutíðindin og viti menn. Þar var níðgrein um rithöfundinn þar sem hann var kallaður drullusokkur. Ég hringdi í föður minn og sagði að hann gæti ekki hafa ritað þessa grein því að þetta orð ritaði hann sjálfsagt aldrei í greinum sínum.

Hvað sem líður sök Gísla Marteins finnst mér Össur minn Skarphéðinsson hafa reitt of hátt til höggs og vopnin eru ónýt. Of mörg fúkyrði.

Hætt er við að lagið geigi þegar ekki er miðað betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband