Miðborg Reykjavíkur sígur um 3 mm á ári

Áðan var útvarpað stórmerkilegu viðtali Jónasar Jónassonar við Einar B. Pálsson, sem hélt upp á 96 ára afmæli sitt á hlaupaársdegi. Í viðtalinu greindi hann frá því að Reykjavík sígi um 3 mm á ári samkvæmt mælingum sonar síns, Páls Einarssonar.

Hann rakti hvernig hann varð einu sinni var við að sjór streymdi upp um niðurfall á mótum Austurstrætis og Pósthússtrætis og greindi síðan frá því að dæla hefði þurft sjó úr Reykjavíkurtjörn á stórstraumsflóði.

Hann sagði að nú væri svo komið að sífellt þyrfti að dæla sjó úr tjörninni því að sjávarborðið er orðið hærra en lækurinn. Því væri vonlítið að opna lækinn eins og hugmyndi hefðu komið fram um.

3 mm á ári, það eru 30 cm á öld!

Ekkert hefur verið á þetta minnst vegna byggingar tónlistarhússins og annarra mannvirkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband