Öryggislyklar Auðkennis eru tilræði við sjálfstæði fjölda fólks.

Í dag fékk Kínversk-íslenska menningarfélagið sendan öryggislykil ásamt útskýringum.

Ég hef verið formaður þessa félags í 22 ár og er nú varaformaður þess. Hingað til hef ég haft umboð til að skoða færslur á bankareinking þess. Sjálfur er ég með aðgang að heimabanka og nota hann talsvert.

Mér falla illa þær hömlur sem starfsemi ykkar hefur í för með sér fyrir fjölmarga.

1. Heimasíða ykkar er gersamlega óaðgengileg öllum þeim sem nota sjálesara og fylgir í engu þeim stöðlum sem menn hafa orðið sammála um á alþjóðavettvangi. Geri ég ráð fyrir að ykkur hafi nú þegar verið bent á það.

2. Öryggislyklar ykkar koma algerlega í veg fyrir að þeir sem eru með skerta sjón eða blindir/lesblindir, geti nýtt sér þá.

Það er miður að jafnframsækið fyrirtæki og Auðkenni skuli ekki þjóna hagsmunum allra heldur einungis sumra og leggja með tiltækjum sínum stein í götu fólks sem vill og á rétt á að annast mál sín sjálft.

Ég lýsi mig reiðubúinn til þess að leggja ykkur lið í þeirri viðleitni að gera öryggislykla ykkar og annan búnað aðgengilegan. Jafnframt óska ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

Hvað hyggst Auðkynni gera til þess að tryggja aðgang allra að þeirri þjónustu sem öryggislyklarnir eiga að veita aðgang að?

Verður heimasíða fyrirtækisins aðlöguð að þeim kröfum sem nú er farið að gera um aðgengi í æ ríkara mæli?

Virðingarfyllst,

Arnþór Helgason

************************************************************

Arnþór Helgason

Tjarnarbóli 14

170 Seltjarnarnesi.

Símar: 5611703, 8973766

Netfang: arnthor.helgason@simnet.is

Pistlar: www.arnthorhelgason.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnþór!
Þetta málefni hefur verið rætt á stjórnarfundum Blindrafélagsins og nú er verið að leita
upplýsinga um hvernig best sé að leysa þessi mál þannig að allir geti haft
aðgang að heimabönkum í framtíðinni án þeirra hindrana sem öryggislyklarnir
vissulega verða.
Ekki get ég sagt til um hverju þær viðræður skila, en stjórnin hefur af
þessu áhyggjur.
Það er algjörlega óásættanlegt að fólki verði mismunað með þessum hætti.
Það segir sig sjálft að heimabanki er mjög mikið þarfaþing fyrir þá sem hafa
náð á þeim tökum. Að geta stundað bankaviðskipti í gegnum tölvuna er algjör
bylting fyrir þá sem hafa náð þeim tökum á tölvunotkuninni að slíkt nýtist
þeim.
Ég segi fyrir sjálfa mig að ég hef ekki komið inn í bankastofnun mánuðum
saman, á þangað ekkert erindi á meðan ég get stundað bankaviðskiptin í
gegnum tölvuna. Og sú leið er mun hentugri fyrir marga, ég tala nú ekki um
þar sem víðast hvar er búið að koma upp algjörlega óaðgengilegum
númerakerfum í flestum útibúum bankanna.
Ég vona að viðræður við bankastofnanir landsins skili þeim árangri að lausn
fáist fyrir þá sem ekki geta nýtt sér öryggislyklana og tel það reyndar
hreinlega grundvallarmannréttindi.
Bestu kveðjur,
Ágústa.

Ágústa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 17:05

2 identicon

það er nú minnsta málið fyrir þá að í stað þess að þú smellir á hnapp á litlum kubbi til að fá talnarunu (geri ráð fyrir að það séu þessir öryggishnappar sem þú ræðir um) að senda þér í tölvupósti talnarununa. Sennilega koma þeir með einhver rök á móti og tala um öryggi og þá getur þú sagts vilja fá öryggisnúmerði í sms-i í símann þinn.

Þetta er allt hægt, sparisjóðurinn fer þessa leið, hann sendir bæði sms og e-mail þegar notendur þurfa að komast inn í netbankana sína.

Barbietec (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband