Fyrir nokkrum árum kenndi ég nokkrum einstaklingum að nota tölvur og beitti mér fyrir því innan Öryrkjabandalagsins að íslenskt viðmót yrði tekið upp á tölvum þar á bæ. Reynslan varð sú að nemendum gekk mum betur að tileinka sér hið íslenska viðmót og var það skoðun annarra sem önnuðust slíka kennslu.
Þýðing tölvuviðmóts er lagskipt. Þegar komið var undir yfirborðið brá svo við að flestar skipanir og textar voru á ensku. Þar vantaði talsvert á að íslenska viðmótið dygði og olli þetta ýmsum vandræðum og misskilningi. Þá bættist við að forrit, sem tilheyrðu ekki staðalbúnaði tölvunnar, voru iðulega á ensku. Þurfa menn því áfram að búa við hið enska umhverfi.
Steinunn víkur í leiðaranum að tölvutali þegar hún talar um að brátt aukist hlutur hins talaða máls í heimilistækjum. Því hefur verið spáð að sofni Íslendingar á verðinum í þessum efnum líði tungumálið innan skamms undir lok því að forsenda þess að tungumál þroskist og dafni sé sú að hægt sé að nýta það á öllum sviðum.
Fyrir nokkru stóðu Síminn, Hex og fleiri fyrirtæki að þróun íslenska talgervilsins Röggu og bundu ýmsir vonir við að hann yrði gerður aðgengilegur á einkatölvum. Þetta virtist forráðamönnum Símans hafa yfirsést og var í engu haft samband við þá notendur sem þurfa að nýta sér gervital í tölvum. Komu því fram ýmsir hnökrar á talgervlinum sem auðveldlegahefði mátt laga.
Þrátt fyrir að bent hafi verið á þetta í ýmsum fjölmiðlum hafa engin viðbrögð borist og yfirvöld láta þennan hóp algerlega afskiptalausan. Hann er þó fjölmennari en margir halda. Flestir, sem eiga erfitt með lestur, geta nýtt sér gervital í tölvum og það gerbreytir aðstöðu þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða lesblindir. Því er óskiljanlegt að forráðamenn Símans og samstarfsaðila hans hafi ekki beitt sér fyrir því að talgervillinn Ragga yrði gerð aðgengilegur almenningi. Hvað veldur? Spyr sá sem ekki veit.
Flokkur: Tölvur og tækni | 10.3.2008 | 08:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.