Leiðrétti mig einhver, fari ég með rangt mál. Ég held að einungis tvö af rúmlega 30 aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands séu með fatlaðan framkvæmdastjóra. Það kann að vera að einn í viðbót geti talist til þessa hóps en viðurkenni ekki fötlun sína.
Öryrkjabanbandalag Íslands hefur ekki heldur ráðið fatlaðan framkvæmdastjóra.
Þá er spurn hvort Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og fleiri samtök, sem sinna málefnum kvennastétta eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fari ekki að ráða karlmenn í starf framkvæmdastjóra.
Það hefur lengi verið ljóður á ráði jafnmikilvirkra samtaka sem Öryrkjabandalagsins hve algengt er að aðildarfélögin skipi starfsmenn sína í stjórn þess. Þeir eiga eingöngu þeirra hagsmuna að gæta að vera starfsmenn viðkomandi félags. Þegar þeir hætta hverfa þeir oftast af þessum vettvangi.
Konur eru taldar tala best fyrir eigin hagsmunamálum og þannig er það með fatlað fólk. Getur verið að hreyfingu fatlaðra skorti vel hæft og menntað fólk til þess að taka að sér forystustörf?
Betur að svo væri ekki, en að vandinn lægi fremur í forystu hreyfingarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.3.2008 | 23:41 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319700
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hittir naglan á höfuðið enda þekkriður málaflokkinn betur en nokkur annar sem að honum kemur um þessar mundir. Forustukerppa er orðið. Núverandi formaður ÖBÍ vann það sér til frægðar fyrir stuttu síðan að ráða alsjáandi konu í tvö hálfstörf jafnvel þótt mun hæfari blindur einstaklingur stæði til boða. Var nokkur ástæða til að ætla að hann breytti til þegar kom að ráðningu framkvæmdastjóra ÖBÍ?
Emil (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:20
Hið rétta er að í fyrra var auglýst laust til umsóknar starf alþjóðafulltrúa Blindrafélagsins ásamt starfi foreldraráðgjafa. Um starf alþjóðafulltrúa sóttu þrír menn sem voru blindir eða sjónskertir. Kona, sem hafði sér til ágætis að vera móðir blinds barns, sótt um bæði störfin. Allir umsækjendur voru metnir hæfir.
Konan fékk bæði störfin en hefur víst sagt af sér sem alþjóðafulltrúi. Þegar ég benti á að félagsmenn með víðtæka reynslu og þekkingu á málum félagsins hefðu verið sniðgengnir var mér bent á að aldrei hefði verið rætt um að allir umsækjendur væru jafnhæfir heldur hæfir.
Mér féll þetta svo illa að ég sagði mig úr Blindrafélaginu.
Ég tek fram að ég studdi framboð núverandi formanns Öryrkjabandalagsins enda vænti ég þess að betri siðir fylgdu honum.
Arnþór Helgason, 11.3.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.