Dálítið meira um tölvur

Í svar fékk ég svar frá Auðkenni. Þar kemur fram að fyrirtækið viti af búnaði sem nýtist blindu og sjónskertu fólki og þar með lesblindu eða með öðrum orðum þeim sem ekki geta nýtt sér venjulega öryggislykla. Verður slíkur búnaður væntanlega fenginn hingað til lands í vetur og reyndur. Þá boðar fyrirtækið breytingar á heimasíðu sinni.

Um daginn var ég að undirbúa bréfaskrif mín til fulltrúa á aðalfundi Öryrkjabandalagsins, samanber bréf mitt í Morgunblaðinu í dag. Hrund þá sambandið við internetið. Þetta gerist ævinlega þegar síst skyldi.

Ég hringdi í Símann og voru 16 á undan mér. Þeim fækkaði svo ört að ég var viss um að netsamband Símans væri bilað. Brátt kom að mér og varð ungur tæknimaður fyrir svörum. Bað hann mig að skoða ýmis ljós á beininum en ég sagði hvers kyns var og þótti honum það svo merkilegt að hann spurði ítarlega út í þann búnað sem ég notaði.

Saman þreifuðum við okkur áfram og á endanum komst allt í stakasta lag. Sagðist pilturinn hafa nægan tíma og við skyldum ekki hætta fyrr en málið leystist.

Mkið var ég ánægður með þennan prýðispilt í 8007000. Ég gleymdi að spyrja hann að nafni. Þjónustulund hans var einstök og honum og Símanum til sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband