Nokkur orð um aðgengi

Í gær fór eg í sund ásamt konu minni og þremur sveinum sem voru hjá okkur í fóstri. Fyrir valinu varð sundlaugin í Laugadal þar sem Seltjarnarneslaugin er lokuð vegna viðgerða.

Tvennt vakti einkum athygli mína sem snertir aðgengi. Nú fá menn í hendur kort sem lykil að fataskápum. Ekkert auðkenni er á kortinu sem sýnir hvernig kortið eigi að snúa svo að þeir, sem eru sjóndaprir eða blindir þurfa að reiða sig á aðstoð til þess að geta læst skápum sínum. Þá eru engar uppleyptar merkingar á skápunum. Hér er um tvö, afar einföld atriði að ræða sem hægt er að laga án teljandi kostnaðar.

Ég hef lengi haft áhuga á hugtakinu aðgengi í sinni víðustu merkingu. Um margra ára skeið hef ég beitt mér fyrir auknu aðgengi að upplýsingasamfélaginu. Það verður að segjast sem er að talsverðuhefur verið áorkað í þeim efnum. Er það einkum að þakka miklum áhuga vefhönnuða og bættum veftólum. Þá hafa framleiðendur hugbúnaðar fyrir blinda og sjónskerta tekið mið af ábendingum sem komið hafa frá Íslandi, en náið samband notenda hér á landi við vefhönnuði veitir okkur mikla sérstöðu í heiminum.

Víða vantar þó talsvert á aðgengi að heimasíðum. Þar með missa fyrirtæki og stofnanir að viðskiptum við ákveðinn hóp fólks og þessum hópi er jafnframt gert erfitt um vik að fóta sig í samfélaginu. Auðvitað á stefnan að vera AÐGENGI FYRIR ALLA EN EKKI SUMA.

Lifi baráttan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þetta með heimasíðurnar Arnþór. Oft þurfa vefhönnuðir aðeins að gera lítilsháttar breytingar á síðum sínum til að gera þær aðgengilegar. Nauðsynlegt er að halda þessarri umræðu hátt á lofti svo að vefhönnuðir átti sig á að gera ráðstafanir strax í hönnunarferlinu á vefnum.

Hlynur Már Hreinsson (IP-tala skráð) 12.4.2006 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband