Melatonin / Circadin / hvers lags vitleysa!

Síðastliðið haust kom á markaðinn í Evrópusambandslöndum lyfið Circadin sem í raun er lítið annan en hormónið Melatonin sem hefur verið þekt um margra áratugaskeið. Ég bendi m.a. á umfjöllun um þetta lyf í Morgunblaðinu síðastliðið sumar.

Rannsóknir hafa sýnt svo að ekki verður um villst að melatonin hjálpar ýmsum til að festa svefn og gæði svefnsins aukast. Á þetta einkum við um blint fólk og reyndar fleir samkvæmt upplýsingum sem Jóhann Axelsson, próffersor, hefur veitt mér. Telur Jóhann reyndar að hægt væri að auka lífsgæði fólks á norðlægum slóðum stórkostlega ef hormón þetta yrði viðurkennt sem fæðubótarefni.

Um miðjan 10. áratug síðustu aldar var svo komið fyrir mér að ég var farinn að missa úr vinnudaga vegna svefnleysis. Þá var mér bent á melatonin og ráðlagt að hafa samband við Helga Kristbjarnarson. Fór ég síðan í meðferð hjá honum.

Þar sem melatonín var mjög dýrt hér á landi fékk ég litla skammta. En í ljós kom að ég gat vart án þess verið. Annars sótti allt í sama horf. Þegar við hjónin fórum á reiðhjóli austur á Stöðvarfjörð sumarið 1996 vorum við Helgi sammála um að égþyrfti ekki á melatónín að halda. En raunin varð önnur. Ég þjáðist af miklu sefnleysi í ferðinni þrátt fyrir talsverða þreytu.

Fangaráðið hefur verið að biðja vini og vandamenn að halda á okkrum glösum af melatonin þegar þeir koma frá Bandaríkjunum en þar er þetta selt sem hvert annað fæðubótarefni í stórmörkuðum og lyfjaverslunum. Kostar þar glas með 120 töflum sem svarar rúmum 500 kr íslenskum.

Í dag hringdi ég til heimilislæknis og bað um circadin því að allar birgðir mínar af melatonin voru þrotnar. Fékk ég ávísun á 21 töflu, en það er ráðlagður skammtur enda segir í leiðbeiningum með lyfinu að ekki sé ráðlegt að taka það í lengri tíma. Þessi 21 tafla kostar tæpar 3.000 kr.

Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega? Geta lyfjafyrirtækin okrað svona heiftarlega á þessu einungis með því að setja af stað rannsókn sem staðfestir það sem þegar er vitað?

Læknirinn sagðist ekki vita hvort ég fái eitthvað af þessu endurgreitt en bað mig í öllum bænum að halda áfram að útvega mér melatónin frá Bandaríkjunum.

Samkvæmt þessu kostar hver tafla um 142 kr. Taki ég 365 töflur á ári er dæmið auðreiknað. 51.830 kr!

Hvaða lífeyrisþegi hefur efni á slíku? Á ég kannski að fara að berjast fyrir því að Ísland gangi í Bandaríkin? Ef ég hugsa eingöngu um ofurþrönga eiginhagsmuni væri það e.t.v. skárra en EES-samningurinn.

Sennilega er best að halda áfram að þjóna alþýðunni eins og Mao formaður benti á og taka upp baráttu fyrir lækkandi verði circadins og reyna um leið að hnekkja ofurvaldi lyfjafyrirtækjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er slóð til vefseturs Sam's Club. Þar eru seldar 300 töflur 3 mg hver á 6.17 dali. Ætli það séu ekki um 450 krónur eða 1,50 kr á töflu. Hljómar eins og 100 föld álagning eða 10.000% hefði einverntíma þótt góð álagning. Klúbburinn hans Sáms er stórmarkaður, einskonar Bónus.

Emil (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:46

2 identicon

Slóðin á klúbb Sáms frænda komst ekki með í síðustu sendingu.  Hér er reynt aftur og einnig fylgir krækja.  Þetta Melatónin eru 3 mg og að auki 25 mg af Theanine:

http://www.samsclub.com/shopping/navigate.do?dest=5&item=340802

Schiff Melatonin Plus - 300 ct.

Emil (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband