Hræsni Bandaríkjamanna gagnvart landflótta Tíbetum

Í gær heimsótti Nancy Pelosy, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, Dalai Lama í Norður-Indlandi. Lýsti hún því yfir að krefðust þjóðir heims ekki svara við því sem gerst hefur í Tíbet og öðrum hlutum Kína að undanförnu gætu menn ekki lengur talað um mannréttindi.

Um svipað leyti birti BBC World Service afar vandaðar fréttaskýringar um ástandið í Tíbet. Var þar bæði rætt við landflótta Tíbeta og breska sérfræðinga, m.a. höfund bókar sem nefnist Tíbet, Tíbet.

Í stuttu máli sögðu þessir menn að meint andstaða við yfirráð Kínverja í Tíbet væri sundruð og markmið baráttunnar óljós. Ástæður andúðarinnar á kínverskum yfirráðum eru bæði efnahagslegs og trúarlegs eðlis, en munur á milli íbúa Lhasa og sveitanna hefur aukist að mun og myndast hefur efnuð millistétt Tíbeta í Lhasa. Sumir vilja aukið sjálfstæði en átta sig ekki á því hvað það merkir. Aðrir vilja fá leyfi til að tilbiðja Dalai Lama, en það er bannað í Tíbet. Enn aðrir vilja að Dalai Lama fái að snúa heim.

Nokkuð var rætt um hvort hægt væri að skilja að hlutverk Dalai Lama sem andlegs og veraldlegs fulltrúa þjóðarinnar. Sjálfur hefur Dalai Lama hallast á þá skoðun að undanförnu að hann sé andlegur leiðtogi Tíbeta. Jafnframt kom í ljós í umræðunum að draga megi í efa að Dalai Lama trúi því sjálfur að hann sé útvalinn leiðtogi eftir einhverjum trúarlegum reglum, enda hefur hann orðað við einhverja oftar en einu sinni að rétt sé að efna til kosninga um næsta Dalai Lama.

Í raun og veru er hjátrúin og hégiljurnar kringum Dalai Lama svipaðs eðlis og vitleysan kringum páfakjörið þegar hvítur reykur átt að stíga upp af brennandi kjörseðlum þegar kardínálarir höfðu náð niðurstöðu. Þar sem enginn sá mun á reyknum skarst ítalski flugherinn í málið og lét kardínálana hafa sérstakt púður sem þeir brenndu þegar niðurstaðan lá fyrir.

Nancy Pelosy veit mætavel að Bandaríkjamenn geta næsta lítið gert til þess að breyta ástandinu í Tíbet. Bandaríkjamenn eiga sjálfir ekki úr háum söðli að detta því að þeir eru að verða einhverjir mestu fjöldamorðingjar seinni tíma. Þeir víla ekki fyrir sér að leggja innviði heilla þjóðlanda í rúst til þess að sölsa undir sig auðlindir þeirra. Í Bandaríkjunum sitja fleir í fangelsi en í nokkru öðru ríki og er þá Kína, sem er 4 sinnum fjölmennara, ekki undanskilið. Og fyrir hvað situr fólk í bandarískum fangelsum? Hvaða mannréttindi eru það?

Bandrísk stjórnvöld hafa iðulega kynt undir andófi og baráttu gegn stjórnvöldum ríkja sem þeim eru ekki þóknanleg. Þá skiptir engu hvort farið er með lygum eða sannindum. Nancy Pelosy ætti að sýna umheiminum, áður en hún ræðst í umbætur í Tíbet, hvernig Bandaríkjamenn ætla að bæta fyrir þann skaða sem þeir hafa unnið á Írökum, og fleiri þjóðir mætti nefna, þótt það verði ekki gert hér.

Breskur sagnfræðingur sagði í umfjöllun breska útvarpsins að Dalai Lama hefði tekist að koma málefnum Tíbets á eins konar Hollywood-stig, sem einkenndist meira af sýndarmennsku en árangri.

Einnig ar athyglisvert það sem haft var eftir tíbetskum mynki að þeir, sem stóðu að óeirðunum í Lhasa og víðar, hefðu verið unglingar eða ungt fólk og harmaði hann að beitt skyldi hafa verið ofbeldi. Dalai Lama hefur sjálfur sagt að ofbeldi í Tíbet jafngildi sjálfsmori.

Niðurstaða mín er sú, að ekki sé hægt að halda Tíbetmálinu einangruðu og Kínverjar verði að breyta um stefnu í málefnum trúarhópa þar og annars staðar. Jafnframt finnst mér skynsamlegt að reynt verði að á samkomulagi um starfsemi hópanna innan vébanda laga og réttar með svipuðum hætti og gerst hefur á milli kristinna manna, múslima og kínverskra stjórnvalda. Þar eru motmælendur í einni kirkjudeild og kaþólskir í annarri. Hinir síðarnefndu heyra ekki undir páfann í róm enda eðlilegt með hliðsjón af því hvernig páfinn brást við kínverskum stjórnvöldum á sínum tíma.

Hið sama gildir um Dalai Lama. Það embætti hlýtur að þróast eins og flest trúarleg embætti á vorum dögum.

Tíbetska þjóðin er ekki safngripur fremur en við. Íslendingar eru löngu hættir að kveða rímur að marki og bera út börn. Hið sama á við um tíbeta. Ýmis illvirki, sem áður tilheyrðu hjátrú og hégiljum, hafa nú verið kveðin niður og bönnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband