Enn um landfyllinguna

Sá mæti maður, Stefán Bergmann, svaraði af skynsamlegu viti gaspurslegum pistli mínum um landfyllingarmálið. Bendir hann réttilega á að hér sé um svo mikla framkvæmd að ræða að sátt verði að nást við bæjarbúa.

Því kom á óvart að Neslistinn skyldi leggja fram bókun á bæjarstjórnarfundi Seltjarnarness í gærkvöld þar sem lagt er til að beiðni þeirra Þyrpingarmanna verði hafnað. Bókuninni fylgir ruglingsleg greinargerð í þeim anda sem Stefán skrifar sem athugasemd við síðasta landfyllingarpistil. Ég var svo einfaldur að halda að bæjarstjórnarflokkarnir myndu sammælast um að láta þetta mál fara eðlilegan farveg um stjórnkerfi bæjarins áður en hún væri slegin út af borðinu. Ég leyfi mér að setja krækju á kynningu þessa máls í Ríkisútvarpinu í dag þar sem leitað var skýringa framkvæmdastjóra Þyrpingar á þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4327403/3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband