Í fyrirlestri sem ég flutti um ástandið í Tíbet á Rhotaryfundi Seltjarnarness í fyrradag var ég spurður álits á þessari staðhæfingu. Svar mitt var á þá leið að jafnan væri hætt við að smáþjóðir, sem búa í sambýli við stórþjóðir, ættu oft undir högg að sækja og yllu því ýmsar aðstæður.
Þetta á einnig við vegna hinnar svokölluðu hnattvæðingar, en stórþjóðir af enska málsvæðinu fremja nú skipulagt menningarmorð á sér smærri þjóðum og málsvæðum. Er reyndar svo komið sums staðar að þetta menningarmorð hefur breyst í menningarsjálfsmorð.
Á Íslandi horfir málið þannig við að meginhluti dagskrár sjónvarpsstöðvanna er á ensku. Enskan bylur á eyrum fólks á hverju kvöldi.
Í kvikmyndahúsunum er tal flestra kvikmynda á ensku. Enskan hvín í eyrum gesta húsanna.
Útvarpsstöðvar útvarpa að mestu leyti popptónlist. Enskan syngur í eyrum hlustenda.
Ef sótt er um starf hjá hinu opinbera er kunnátta í enskri tungu og a.m.k. einu Norðurlandamáli gerða að skilyrði. Ekki er minnst á íslenskukunnáttu. Þetta á að vísu ekki enn við um setu á Alþingi eða ráðherraembætti.
Detti fólki eitthvað skemmtilegt í hug er nú svo komið að margir orða þessa hugsun sína á ensku.
Ensk áhrif sjást hvarvetna og nú er svo komið að jafnvel forystumenn námsmana við Háskóla Íslands geta vart tjáð sig á eðlilegri íslensku. Sem sagt: Tíbetar og Íslendingar eiga samkvæmt þessu og samkvæmt staðhæfingu tíbetska stjórnmálasérfræðingsins við svipuð vandamál að stríða. Tíbetar þurfa að læra kínversku til að fá embætti og Íslendingar ensku. Tíbetsk ungmenni hafa mörg hver ekki þjóðtungu sína á valdi sínu að sögn stjórnmálafræðingsins. Hið sama á við um fjölda íslenskra ungmenna. Margt er líkt með skyldum.
Tíbet hefur ekki í raun verið sjálfstætt ríki síðan í lok 9. aldar. Aðallinn þar hefur ævinlega þurft að reiða sig á utanaðkomandi aðstoð misvoldugra nágranna til að tryggja stöðu sína og utanaðkomandi völd urðu að skerast í leikinn til þess að tryggja stöðu Dalai Lama samanber samkomulag um leynilega kosningu hans frá árinu 1792.
Meginundirrót núverandi óeirða er sú staðreynd að gæðum landsins er misskipt á milli íbúanna og um leið berjast leifar gamla aðalsins á hæl og hnakka til þess að öðlast aftur fyrri stöðu.
Tíbetska þjóðin er ekki safngripur og hlýtur að þurfa að horfast í augu við breytta tíma. Það gera Tíbetar ekki með þeim aðferðum sem fámennur hópur iðkar nú og æsir um leið fáfróða Vesturlandabúa til samstöðu með ofbeldisöflum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.4.2008 | 13:06 (breytt kl. 21:09) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.