Það fylgir rigningunni að menn þurfa að draga hött yfir höfuðið og það gerði ég. Slíkir hettir hafa þann ókost að ekki er hægt að hlusta jafngrannt eftir umhverfi sínu og nauðsyn krefur. Ég þekki þetta svæði hins vegar sæmilega svo að þetta kom ekki að sök.
Fremur fátt manna var á Eiðistorgi og að þessu sinni voru fáir bílar uppi á gangstéttinni, ef nokkur. Einn skagaði dálítið inn á stéttina. Víða við Eiðistorgið eru sérstakar hindranir til þess gerðar að bifreiðastjórar leggi ekki rennireiðum sínum á gangstéttirnar sjálfar. Þessar hindranir geta verið stórhættulegar, uggi menn ekki að sér. Fólk hefur fótbrotnað og dottið illilega um þær.
Skyldu bílstjórar gera sér grein fyrir þeim óþægindum, sem þeir valda samborgurum sínum þegar þeir troða bílum sínum upp á gangstéttir þótt nógu mörg bílastæði séu allt um kring? Svo virðist sem Íslendingar, a.m.k. sumir herjir, séu býsna sporlatir. Þá er í meira lagi undarlegt að lögreglan, sem hefur haft bækistöðvar sínar við Eiðistorgið árum saman, skuli aldrei gera neinar ráðstafanir gagnvart bifreiðum sem er jafnvel lagt svo kirfilega upp á gangstéttina fyrir fran verslunarmiðstöðina að ekki verður komist hjá því að víkja út á akbrautina.
Ég lauk erindum mínu á Eiðistorgi og hélt síðan heim á leið gegn rokinu og rigningunni. Þegar heim kom streymdi ylurinn brátt um líkamann, blóðrásin jókst og almenn sælutilfinning seitlaði um allan kroppinn. Ég hafði hreinlega gleymt því hvað það getur verið yndislegt að rölta um í rigningu og roki, í hlýjum skjólfatnaði.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 319980
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.