Dálítið um tölvuaðgengi

Umsjónarmenn bloggsíðu Morgunblaðsins eru iðnir við að bæta ýmsum skemmtilegum möguleikum við bloggið. Síðasta nýjungin er tónlistarspilarinn.

Í leiðbeiningum, sem eru á síðunni, er greint frá því hvernig beri að setja upp spilarann. Forritunin virðist vera óþarflega flókin. Dragaþarf spilarann til á síðunni í stað þess að smella hreinlega á hnapp og þá væri uppsetningu lokið.

Þá skilst mér, ef ég er ekki þeim mun vitlausari, að spilarinn sé fyrst og fremst ætlaður til þess að maður geti sjálfur hlustað á það sem maður hefur gaman af. Ég verð að viðurkenna að ég vildi mjög gjarnan geta sett inn hljóðefni á síðuna sem aðrir gætu hlustað á. Hér með er þessum ábendingum komið á framfæri með von um að umsjónarmenn taki þær til góðfúslegrar athugunar og gangi svo frá að aðgerðirnar verði aðgengilegar og einfaldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband