Strandið ekki í Bakkafjöru

Nú hefur sá hugmyndaríki Magnús Kristinsson hrundið af stað undirskriftasöfnun til þess að mótmæla uppbyggingu ferjulægis í Bakkafjöru. Vill hann hraðskreiðara skip frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja.

Á heimasiðunni http://strondumekki.is er vakin athygli á að ferðatími til Vestmannaeyja styttist sama og ekkert þar sem aka þurfi lengri vegarlengd.

Auk slysahættu og álags á vegum landsins þýðir þetta áreiðanlega aukin gróðurhúsaáhrif og hækkandi verð vegna eldsneytiskostnaðar almennings.

Því styð ég Magnús og skrifaði undir áðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband