Frábær heimasíða Tryggingamiðstöðvarinnar

Þriðjudaginn 6. desember síðastliðinn tók ég þátt í því ásamt fulltrúum frá fyrirtækinu Sjá ehf að votta aðgengi heimasíðu Tryggingamiðstöðvarinnar, en fyrirtækið hafði lagt metnað sinn í að gera hana sem aðgengilegasta. Morgunblaðið birti frétt um þessa vottun mánudaginn 9. janúar eða rúmum mánuði síðar, daginn sem ég var rekinn úr vinnu, en það er önnur saga.

Um helgina skoðaði ég á ný heimasíðu TM og flestar undirsíður. Verður að segja sem er að síðurnar eru frábærlega vel hannaðar og aðgengið að þeim hreint til fyrirmyndar. Heimasíður íslenskra fyrirtækja eru mjög misjafnar hvað þetta varðar. Víðast hvar skortir nokkuð á um aðgengi þótt notast megi við uppsetningu margra viðskiptasíðna. En heimasíða Tryggingamiðstöðvarinnar ber af eins og gull af eiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær heimasíða Tryggingamiðstöðvar ríkisin, á fyrirsögning ekki að vera án ríkisins. Var Moggi fyrstur með fréttina?

Emil (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband