Hausaskeljastaður

Þeir eru víðar en á golgata, hausaskeljastaðirnir. Í Lhasa eru til sölu silfurskreyttar höfuðskeljar fólks. Algengt er að menn hirði hluta af höfuðkúpum látinna ættingja, skreyti þær og selji síðan eða eigi til minja . Jamm, ætli maður hefði lyst á að bergja af silfurskreyttri skál úr höfuðkúpu náins vinar eða ættingja? Hver veit.

Kínverska sjónvarpið hefur að undanförnu sýnt ýmsar myndir frá tíbet, einkum Lhasa. Þar hefur margt athyglisvert borið fyrir eyru og augu.

Lítið á þetta: http://youtube.com/watch?v=siBqFgwL-lA&feature=related

Í gæri samþykkti Evrópuþingið að beina því til þjóðarleiðtoga að þeir sniðgengju opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Beijing. Nú reynir Evrópa sem sagt að sýna Kínverjum vígtennurnar. Vegna fáfræði og yfirborðsmennsku vinna nú Vesturlönd Tíbetum meira tjón en vinir Tíbets geta ímyndað sér. Þetta veit Dalai Lama enda missti hann stjórn á sér á fréttamannafundi í Japan í gær. Hans heilagleiki virtist ekki eins heilaglegur (nýyrði mitt) og margir héldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband