Vísir, 10. apr. 2008 16:59
Geðhjálp vill breytingar hjá Öryrkjabandalaginu
Svanur Kristjánsson.
Stjórn Geðhjálpar vinnur nú að því að móta áherslur sem kynntar verða Öryrkjabandalagi Íslands þar sem farið er fram á ákveðnar breytingar hjá bandalaginu. Svanur Kristjánsson, formaður stjórnar Geðhjálpar segir að ekki verði samið um þessi atriði.
Við munum setja fram ákveðnar áherslur skriflega og ræða þær síðan við Öryrkjabandalagið," segir Svanur í samtali við Vísi. Hann segir áherslurnar lúta að tvennu. Annars vegar er um að ræða málefni Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins sem deilt hefur verið um að undanförnu.
Hins vegar er um vægi einstakra félaga innan ÖBÍ að ræða. Skipulagið í dag er þannig innan Öryrkjabandalagsins að hvert félag hefur eitt atkvæði, óháð stærð félagsins. Þessu viljum við breyta," segir Svanur og bætir við að ekki verði fallist á málamiðlanir af hálfu Geðhjálpar.
Verði ekki gengið að þessum áherslum okkar munum við í Geðhjálp meta stöðu okkar innan Öryrkjabandalagsins," segir Svanur Kristjánsson, formaður stjórnar Geðhjálpar.
Vandræðin vegna Geðhjálpar ætla sem sagt engan enda a að taka innan Öryrkjabandalags Íslands. Sumir héldu að Svanur Kristjánsson, prófessor við Háskóla Íslands, yrði einhver lausn á vandamálum Geðhjálpar og þeirri forystukreppu sem nú ríkir þar, en svo virðist ekki. Prófessorinn, sem kennir um stjórnmálaflokka og félög innan félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, skilur ekki hugtakið málamiðlun og virðist ekki vita að oft næst skynsamleg niðurstaða með málamiðlun. Nei, annaðhvort allt eða ekkert.
Þá skilur Svanur heldur ekki vægi þess að félög hafi jafnan rétt innan samtaka eins og Öryrkjabandalagsins. Ætli hann væri reiðubúinn að fórna réttindum Íslendinga í norrænu samstarfi vegna smæðar okkar eða þá atkvæði Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum vegna smæðar þjóðarinnar? Hvaða vit er í því að Íslendingar hafi jafngilt atkvæði og Indland?
Ef til vill þarf Háskóli Íslands að skoða hvernig fræðimenn hans haga sér utan samfélags hans þegar þeir skipta sér af málefnum samtaka eigi síður en ritverkum einstakra fræðimanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.4.2008 | 22:24 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil að hvert félag hafi eitt atkvæði, sama hver fjöldi félagsmanna er. Treysti svo hverri stjórn til að ekki sé hallað á neinn eða neinum umbunað fram yfir aðra.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.